|
|
|
|
Printable version
|
|
FBANK IHUG
|
|
|
Frétt frá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum vegna sameiningar upplýsingatæknifyrirtækja |
29.3.2000 10:07:30 |
News categories:
Corporate news
|
Íslenska
|
|
|
|
|
|
Eignarhald sameinað á fjórum íslenskum og tveimur dönskum upplýsingatæknifyrirtækjum. Eining með 280 starfsmenn og veltu upp á um 1,5 miljarða.
Eignarhald hefur verið sameinað á nokkrum af stærstu upplýsingatækni-fyrirtækjum landsins og tveimur dönskum hugbúnaðarfyrirtækjum. Fyrirtækin eru Hugvit hf., SCIO A/S, Þróun hf., Þekking hf. og Tristan ehf.. Markmið aðgerðanna er að auka og bæta heildarþjónustu innanlands ásamt því að búa fyrirtækin undir kröftuga útrás á erlenda markaði.
Þá hefur Hugvit hf gengið frá kaupum á rekstri danska upplýsingatæknifyrirtækisins F8-Data og verður fyrirtækið sameinað rekstri SCIO AS.
Unnið er að skipulagi fyrir samstarf fyrirtækjanna þar sem þekking og reynsla starfsmanna nýtist á breiðu sviði við þjónustu við innlenda viðskiptavini og útrás á erlenda markaði. Grunnur að nýju skipulagi mun liggja fyrir 1. maí 2000. Áætlanir gera ráð fyrir stofnun fyrirtækis sem mun fara með eignarhald í fyrirtækjunum og annast áætlanagerð, stefnumörkun og skipulagningu. Ólafur Daðason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri .
Eining sem ræður við stærstu verkefni á sviði upplýsingatækni
Fyrirtækin verða starfrækt í óbreyttu formi en þau starfa öll á svipuðu sviði með þjónustu og framúrskarandi lausnir að leiðarljósi fyrir viðskiptavini sína. Hluthafar fyrirtækjanna hafa sameinað eignarhald undir íslensku forræði með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu og skapa öflugri og markvissari fyrirtæki. Saman mynda fyrirtækin öfluga heild, sem ræður við stærstu verkefni á sviði upplýsingatækni.
Þessi nýja sameinaða eining verður ein sú særsta sinnar tegundar á Norðurlöndum með um 280 starfsmenn á sínum snærum og vel á annan milljarð í veltu. Á þessu ári er gert ráðfyrir að erlendar tekjur verði um 700-800 milljónir.
Innlend þjónusta efld
Þrátt fyrir áherslu á hinn víðari sjóndeildarhring erlendis verður mikil og þung áhesla lögð á þjónustu við innlenda notendur hvar sem þeir eru á landinu. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu á Akureyri. Íslensku fyrirtækin byggja hvert um sig á farsælu starfi á heimamarkaði og líta á hann sem grundvöll sinn. Aðildarfyrirtækin hafa þannig nú þegar yfir að ráða einni stæstu einingu á sviði hýsingar (hosting) og með yfir 100 starfsmenn sem sinna daglegri þjónustu og hýsingu.
Útrásin
Kaup á F8 og sameining þess við SCIO gefur tækifæri á að takast á enn við stærri verkefni en áður, gefur kost á hraðri stækkun og eykur svigrúm til að þjónusta betur ört vaxandi viðskiptamannahóp.
SCIO mun, með öðrum samstarfsaðilum svo sem IBM, mynda sterkan grunn til enn frekari sókna og hraðari uppbyggingar.
Starfsvetvangur
Megin áhersla til lengri tíma, verður lögð á lausnir á þremur sviðum:
· Lausnir fyrir netviðskipti (e-business)
· Lausnir fyrir skjalastjórnun og hóvinnukerfi (CRM)
· Hýsing (hosting) og rekstrarþjónusta
Til viðbótar við áhersluatriði munu fyrirtækin kappkosta að veita núverandi viðskiptavinum heilsteyptar lausnir á sviði hugbúnaðar og þjónustu.
Starfsstöðvar í sex borgum Evrópu
Starfsstöðvar fyrirtækjanna eru í Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn, London, Berlín og í Stokkhólmi. Auk hagræðingar í reksri er mikilvægt sjónarmið að baki sameiningar eignarhaldsins að skapa spennandi, alþjóðlegan vinnustað sem laðar fram það besta hjá starfsfólki. Með sameiginlegri starfsmannastefnu verður starfsmönnum gert kleift að flytjast á milli eininga ef áhugi er fyrir hendi. Sameiginlegt kaupréttarkerfi tryggir skiptingu ábata af góðu gengi milli starfsmanna og hluthafa.
Meðal stærstu hluthafa eru
· Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf - 18%
· Ólafur Daðason - 16,3%
· Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf - 10,9%
· Landssíminn hf - 7,3%
· Daði Ólafsson - 4,1%
· Jóhann P. Malmqust - 3,3%
· KEA - 2,9%
Aðrir hluthafar eru:
Halldór Friðgeirsson , Íslenski fjársjóðurinn hf, FBA, Vís hf, Samvinnulífeyrissjóðurinn hf, Olís, Opin Kerfi, stjórnarmenn og starfsmenn fyrirtækjanna og fl.
Skipti á hlutabréfum:
Hluthafafundur í Hugvit samþykkti í gær skipti á bréfum félagsing fyrir bréf annara félaga, en áður höfðu allir stæstu hluthafar hinna félaganna samþykkt skiptin.
Um fyrirtækin
Þróun www.throun.is.
Þróun hf. er eitt elsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins. Það var stofnað árið 1976 og hefur allt frá upphafi unnið á sviði viðskiptahugbúnaðar, við ráðgjöf, hugbúnaðarþróun og þjónustu við viðskiptavini sína. Öll hugbúnaðarvinna fyrirtækisins fer nú fram í tveimur deildum, þ.e. annars vegar í deild sem kennd er við viðskiptalausnir Axapta, Birki og Concorde og hins vegar í sérverkefnadeild.
Á undanförnu ári hefur verið lögð áhersla á þróun lausna fyrir viðskipti á netinu (e-business) og hlutbundna þróun hugbúnaðar í Axapta.
Hjá Þróun starfa í dag um 40 starfsmenn og fyrirtækið leggur áherslu á lausnir fyrir stærri fyrirtæki og viðskiptalausnir fyrir internetið. Á síðasta ári sameinaðist Þróun, Úrlausnar Aðgengi ehf og yfirtók lausnir þess fyrirtækis svo sem innheimtukerfi lögmanna, hlutafélagakerfi og fasteignasölukerfi.
Meðal viðskiptavina Þróunar hf. eru m.a. KEA, Fálkinn, Ísaga, Hampiðjan, Lyfja, Lyf og heilsa, Rarik, Ísal, Íslandspóstur, Bræðurnir Ormsson, Flutningsmiðlunin Jónar, Landsbanki Íslands ásamt flestum lögfræðistofum og fasteignasölum landsins.
Framkv.stj.; Ragnar Þór Ragnarsson
Þekking - www.thekking.is
Þekking - upplýsingatækni hf hóf starfsemi 1. nóvember 1999. Fyrirtækið er byggt á grunni upplýsingadeildar KEA og allt starfsfólk þeirrar deildar hóf störf hjá Þekkingu, 10 talsins. Þekking sérhæfir sig í rekstri upplýsingakerfa fyrir fyrirtæki og byggir á áratuga reynslu starfsfólksins í slíkum rekstri. Þekking býður uppá alhliða rekstrarþjónustu, hvort heldur sem er miðlæga þjónustu eða dreifða hjá viðskiptavinum.
Þekking hefur byggt upp net samstarfsaðila sem styðja við þjónustu fyrirtækisins. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins á sínum sviðum: Kaupfélag Eyfirðinga, Matbær ehf, Lyf og heilsa, Snæfell hf , MSKEA ehf, Efnaverksmiðjan Sjöfn hf svo nokkur fyrirtæki séu nefnd.
Þekking leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu og mun kappkosta að vera í fararbroddi á sínu sviði.
Hjá Þekkingu starfa í dag um 20 starfsmenn og fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförum mánuðum, Þekking er eitt stærsta fyrirtæki á sviði hýsingar (hosting) á Íslandi.
Framkv.stjóri Þekkingar hf er Stefán Jóhannesson
Tristan ehf - www.tristan.is
Tristan ehf var stofnað í ágúst 1996 af nokkrum sérfræðingum með áratuga reynslu á sviði þjónustu og ráðgjafar. Fyrirtækið hefur yfir að ráða traustum hópi starfsmanna með þekkingu á flestum þeim vél og hugbúnaði sem í notkun er hérlendis. Þá hefur fyrirtækið lagt áherslu á þjóunstu víðneta og fjarskipakerfa.
Fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir mjög góða þjónustu og áreiðanlega og hlutlausa ráðgjöf ásamt því að geta boðið upp á þær lausnir sem viðskiptavinir gera kröfu um á sviði intra- og internetmála, vefverslana, margmiðlunar, e-business lausna og hýsingar.
Stefnt er að áframhaldandi markvissri uppbyggingu fyrirtækisins þar sem víðtæk reynsla í rekstri upplýsingakerfa fjölda fyrirtækja, stórra sem smárra ásamt því markmiði að vera í fararbroddi í tækniþekkingu mun nýtast því vel við að skapa eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði þjónustu og hýsingar.
Tristan samanstendur af metnaðarfullu starfsfólki sem kappkostar að halda uppi góðu orðspori og hafa hágæða þjónustu í fyrirrúmi.
Starfsmenn Tristan eru um 20 og meðal stærstu viðskiptavina fyrirtækisins eru Garðabær, Penninn hf., Sementsverksmiðjan hf., Osta og Smjörsalan sf., SÍF, Karl. K. Karlsson, VÍS, Landssími Íslands, Thorarensen Lyf, Deloitte & Touche hf., o.fl.
Framkv.stj. Tristan ehf er Guðmundur Pálmason
Hugvit hf - www.hugvit.is
Hugvit hf. var stofnað árið 1993 og hefur frá stofnun vaxið í að verða eitt af stærstu fyrirtæknjum á svið hópvinnulausna í Evrópu. Hugvit þróar og dreifir stöðluðum hugbúnaði sem eru sniðinn að þörfum notandans. Ein helsta framleiðsluafurð fyrirtækisins er staðlaða hugbúnaðarlausnin GoPro, skjalavörslukerfi sem veitir yfirsýn yfir skjalasafn og safnar saman í einn gagnagrunn þeim upplýsingum sem fyrirtæki þurfa að varðveita. Önnur aðalvaran sem Hugvit dreifir er WebPagePro, stöðluð lausn fyrir internetkerfi og vefhönnun. Hugvit hefur hlotið fjölda viðurkenninga hérlendis og erlendis, svo sem nýsköpunarverðlaun RANNÍS og Útflutningsráðs Íslands 1997, viðurkenningu vegna vals á tölvufyrirtæki ársins 1999, Lotus Beacon Award viðurkenningu 1996, 1997 og 1998 (æðstu verðlaun sem Lotus/IBM veita þróunarfyrirtæki). Hugvit fékk á síðasta ári einn stærsta tæknistyrk frá Evrópusambandinu sem veittur er hugbúnaðarfyrirtæki.
Hugvit er í samstarfi um sölu og þróun á vörum sínum í nokkrum löndum í Evrópu og ber þar hæst samstarf fyrirtækisins við IBM EMEA (Europe, Middle East and Africa). Meðal þeirra sem nota lausnir frá Hugviti eru íslensku ráðuneytin, flugfélög og ferðaskrifstofur, olíudreifingarfyrirtæki, stór tryggingafélög, bankar og fjármálastofnanir, framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð og Kína. Hugvit á hugbúnaðarfyrirtæki í Danmörku, SCIO AS, sem sinnir þjónustu við danska viðskiptavini.
Hjá Hugvit starfa í dag um 110 starfsmenn.
Framkv.stj. Hugvits er Bjarni Guðmundsson
SCIO A/S - www.scioconsult.com
SCIO var stofnað 1998. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum á sviði netviðskipta (e-business), skjalastjórnun, upplýsingastjórnun fyrir rannsóknardeildir verðbréfabanka (Research Departments) og ráðgjöf. Á meðal þeirra lausna sem fyrirtækið bíður viðskiptamannahópi sínum eru GoPro og WebPagePro Hugvits ásamt kerfi til að framleiða og dreifa rannsóknarniðurstöðum verðbréfabanka.
Fyrirtækið hefur náð sterkri stöðu í Danmörku innan fjármálageirans og eru allir helstu bankar Danmerkur í viðskiptamannahópi fyrirtækisins ásamt fyrirtækjum í öðrum geirum, þar á meðal Atlas Copco, Xerox EMEA, AGA og Sainsburies.
Hugvit/SCIO gekk um helgina frá kaupum á danska upplýsingatæknifyrirtækinu F8 Data. F8 Data er 10 ára gamalt fyrirtæki starfrækt í kaupmannahöfn með 35 starfsmenn. Stefnt er að sameiningu SCIO og F8 Data undir merkjum SCIO á næstu vikum. Í hópi viðskiptamanna F8 Data eru leiðandi tryggingarfélög ásamt nokkrum af stærstu sveitafélögum Danmerkur.
Sameinað fyrirtæki SCIO og F8 mun telja um 70 starfsmenn og mun styrkja SCIO í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sviði netviðskipta og upplýsingastjórnunar.
Rekstrarniðurstöður SCIO hafa frá upphafi verið jákvæðar og gera rekstraráætlanir ársins 2000 ráð fyrir áframhaldandi hagnaði af rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir öran vöxt.
Meðal nánustu samstarfsaðila SCIO eru IBM og Lotus. SCIO er um þessar mundir í náinni samvinnu við IBM UK um sölu og ráðgjöf varðandi notkun á GoPro á breskum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. SCIO hefur einnig nána samvinnu við Lotus Developement Corporation um lausnir fyrir sveitarfélög í Danmörku.
SCIO rekur í náinni samvinnu við Hugvit hf. söluskrifstofur í London, Berlín og Stokkhólmi. Á döfinni er veruleg aukning á starfsemi skrifstofunnar í London og Stokkhólmi.
Framkvæmdastjóri SCIO er Guðmundur Fertram
|
|
|