Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
BUN
IHUG
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir hlutabréf Búnaðarbankans í upplýsingatæknify   2.2.2001 10:28:19
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir hlutabréf Búnaðarbankans í upplýsingatæknifyrirtækjum


- aukið samstarf á sviði fjárfestinga í upplýsingatækni


Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. hafa gert með sér samning um að bankinn selji hlutabréfasafn sitt í upplýsingatæknifyritækjum til Íslenska hugbúnaðarsjóðsins. Samhliða þessu munu félögin auka og efla samstarf sín á milli á sviði fjárfestinga í upplýsingatækni.


Félögin sem eru keypt eru eftirfarandi: SALT 8,4%, Tölvumyndir 3,6%, Dímon 7,3%, Hópvinnukerfi 13,0%, i7 8,7%, In-orbit 3,1%, Netverslun Íslands 20,0% og Menn & mýs 2,3%.


Heildarkaupverð ofangreindra félaga er um 324 milljónir króna. Samfara samningnum hefur samkomulag náðst milli stjórnar Íslenska hugbúnaðarsjóðsins og Búnaðarbankans að bankinn skrái sig fyrir nýju hlutafé sem nemur andvirði kaupverðsins á genginu 7,0.


Samningurinn er gerður með fyrirvara um kostgæfnisathugun og samþykki aðalfundar Íslenska hugbúnaðarsjóðsins á fyrirliggjandi tillögu um aukningu hlutafjár án forgangsréttar. Í kjölfar samningsins treystir Búnaðarbankinn sig í hópi stærstu hluthafa Íslenska hugbúnaðarsjóðsins.


Efni samningsins er að öðru leyti trúnaðarmál milli aðila hans.


Um Íslenska hugbúnaðarsjóðinn:


Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn er áhættufjárfestingasjóður sem á ráðandi hlut í leiðandi fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni á Íslandi og er skráður á Verðbréfaþing Íslands. Fjárfestingar sjóðsins beinast að fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni með mikla útrásarmöguleika. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á miðlun þekkingar og viðskiptatengsla á milli fyrirtækja sem sjóðurinn á eignarhlut í auk samstarfs við innlenda og erlenda áhættufjárfesta.


Um Búnaðarbanka Íslands hf.:


Búnaðarbanki Íslands er viðskiptabanki sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í öllum greinum íslensks atvinnulífs alhliða fjármálaþjónustu. Hann hefur á undanförnum árum verið virkur þátttakandi í fjárfestingum á innlendum og erlendum hlutabréfamarkaði. Hluti af þeim fjárfestingum hafa verið fjárfestingar í upplýsingatæknifyrirtækjum. Búnaðarbanki Íslands er skráður á Verðbréfaþing Íslands.


Til baka