|
|
|
|
Prentvæn útgáfa
|
|
THHR
|
|
|
Skráð hafa verið skuldabréf Þórshafnarhrepps, flokkur 99/1. |
8.11.1999 09:36:33 |
Flokkur:
Skráningar / afskráningar
|
Íslenska
|
|
|
|
|
|
Skráð hafa verið á Verðbréfaþing Íslands hf. skuldabréf Þórshafnarhrepps 1. flokkur 1999.
Auðkenni bréfanna er SVTHR1911/A.
Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur var 20. október 1999. Bréfin eru með jöfnum afborgunum höfuðstóls og bera 6,5% vexti. Afborgun vaxta og höfuðstóls fer fram tvisvar á ári, 1. maí og 1. nóvember ár hvert, fyrsta sinn árið 1. maí 2000 og síðan á sex mánaða fresti eftir það. Lokagjalddagi bréfanna er 1. nóvember 2019. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs, grunnvísitala október 1999, 191,8 stig.
Bréfin eru gefin út í tuttugu 5 mkr. einingum og nemur útgefið nafnverð 100 m.kr.
|
|
|