Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
KAUP
Kaupþing banki - Útgáfa kauprétta   19.3.2007 09:04:19
Flokkur: Viðskipti innherja      Íslenska  English
Kaupþing banki hf

Kaupþing banki hf. hefur, í samræmi við samþykkt aðalfundar 16. mars 2007, veitt Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni bankans og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra, kauprétt að samtals 2.436.000 hlutum í bankanum hvorum um sig, á samningsgenginu 1.007 kr. á hlut sem er lokagengi í Kauphöll Íslands þann 16. mars 2007. Geta þeir nýtt þriðjung kaupréttarins í mars ár hvert, á árunum 2009, 2010 og 2011.

 

Sigurður Einarsson á 7.368.423 hluti í bankanum. Sigurður Einarsson á nú kauprétt að 4.060.000 hlutum í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Sigurði Einarssyni eiga 14.111 hluti í bankanum.

 

Hreiðar Már Sigurðsson á nú kauprétt að 4.060.000 hlutum í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Hreiðari Má Sigurðssyni eiga 6.572.039 hluti í bankanum. Réttindi aðila fjárhagslega tengdum Hreiðari Má Sigurðssyni samkvæmt framvirkum samningi nema 205.078 hlutum.

 


Til baka