Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
STRB
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki - Fitch staðfestir óbreytt lánshæfismat   16.3.2007 15:54:30
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska  English
 Fitch.pdf
Fitch staðfestir óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Straums-Burðaráss í kjölfar lækkunar lánshæfiseinkunna ríkissjóðs Íslands

Fitch staðfestir óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Straums-Burðaráss í kjölfar lækkunar lánshæfiseinkunna ríkissjóðs Íslands

 

Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Straums-Burðaráss. Langtímaeinkunn er 'BBB-', skammtímaeinkunn er 'F3', óháð einkunn er 'C/D' og stuðningseinkunn er '3'. Fitch segir að þrátt fyrir töluvert ójafnvægi, og ýmsar vísbendingar sem gefa til kynna að leiðrétting á því ójafnvægi gæti þrýst á innlent starfsumhverfi bankanna, hafi það staðfest að horfur séu stöðugar hvað varðar langtímaeinkunn Straums-Burðaráss og þriggja annarra íslenskra banka: Glitnis, Kaupþings og Landsbanka.

 

Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs Íslands í erlendri mynt  í “A+” með stöðugar horfur, úr “AA-” (AA mínus). „Á síðasta ári hafa bankarnir farið í gegnum ýmsar álagsprófanir en stjórnendur hafa brugðist fljótt við“, segir Alexandre Birry, framkvæmdastjóri hjá fjármálastofnanadeild Fitch. Fitch leggur áherslu á þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar og verkefnin sem eftir er að leysa. Lánshæfismatið byggist á sterkri fjárstöðu bankanna, aukinni fjölbreytni í starfsemi og sterkari langtímatekjumyndun sem kemur í kjölfarið. Straumur-Burðarás fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004 og hefur aðra áhættudreifingu en hinir þrír bankarnir. 

 

Þessir fjórir hafa náð að viðhalda góðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2006 á sama tíma og þeir unnu úr sértækri áhættu sinni.Þeir hafa betri aðgang að fjármagni, þó á hærra verði en áður, vegna aukinnar landfræðilegar dreifingar. Þeir hafa fengið lánsfjármagn með lengri gjalddaga en áður. Bankarnir hafa styrkt fjárstöðu sína til þess að geta staðið undir afborgunum næsta árs skulda án markaðsviðskipta. Þeir hafa dreift tekjustofnum sínum með því að sameina fyrirtæki sem þeir hafa nýlega keypt. Þar að auki hafa þeir minnkað áhættu sína á hlutabréfamarkaði, þótt hún sé enn yfir 20% af heildarfé bankanna.  

 

Íslensku bankarnir hafa staðið af sér mikil áföll árið 2006 og hafa notið góðs af sterkri innlendri stöðu og hraðri útrás fyrirtækja, sér í lagi á hinum sterku Norðurlandamörkuðum. Vegna þess hvernig skipulagi íslensks efnahagslífs er háttað, og sérstaklega vegna hins íslenska viðskiptalíkans sem byggist á miklum erlendum skuldum (aðallega hjá bönkum), verður ekki rétt úr efnahagslegu ójafnvægi í bráð. Stærstu íslensku bankarnir verða áfram háðir heildsölufjármögnun, en þótt þeir hafi innleitt áætlanir sem hvetja til notkunar sparnaðarreikninga til að mæta þessari ögrun, mun það taka einhvern tíma að byggja upp innlánsfjármagn, sérstaklega vegna þess að slíkar aðgerðir miða oft að innlánum fyrirtækja, sem geta verið sveiflukennd. Bankarnir eru berskjaldaðir vegna áhættu er tengjast sveiflum í gengi íslensku krónunnar og á innlendum verðbréfamarkaði. Auk þess myndi samdráttur í íslensku efnahagslífi ásamt mikilli verðbólgu, og háir vextir, þrýsta á heimili og fyrirtæki og auka líkur á vanskilum. Fitch er þeirrar skoðunar að undirliggjandi arðsemi bankanna ætti að nægja til að mæta auknum afskriftum lána.  

 

 


Til baka