Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtćkjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveđnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvćn útgáfa
IG
Icelandic Group - Dagskrá og tillögur vegna ađalfundar 23. mars 2007   16.3.2007 14:40:36
Flokkur: Hluthafafundir      Íslenska  English
AĐALFUNDUR ICELANDIC GROUP HF

AĐALFUNDUR ICELANDIC GROUP HF.

23. MARS 2007 KL. 16:00

 

 

Ađalfundur Icelandic Group hf. verđur haldinn föstudaginn 23. mars 2007 á Nordica Hotel ađ Suđurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 16:00.

 

Á dagskrá fundarins verđa:

 

1.              Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síđastliđiđ starfsár. 

2.              Ársreikningur félagsins lagđur fram til stađfestingar.

3.              Ákvörđun um hvernig fara skuli međ hagnađ eđa tap félagsins á reikningsárinu.

4.              Ákvörđun um ţóknun til stjórnar félagsins.

5.              Stjórnarkjör.

6.              Kjör endurskođenda.

7.              Tillaga um starfskjarastefnu.

8.              Tillögur um nýjar samţykktir ţar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi:

a.              Ákvćđi í 4. gr. um rafrćna ţátttöku í hluthafafundum og rafrćna hluthafafundi.

b.              Ákvćđi í grein 4.13 um ađ á dagskrá ađalfundar verđi tillögur um starfskjarastefnu.

c.              Ákvćđi í 5. gr. um upplýsingar um frambođstilkynningu ţeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu.

d.              Ákvćđi um lengd bođunartíma í grein 4.17 breytt á ţann veg ađ bođunartími er styttur úr tveimur vikum hiđ skemmsta í eina viku hiđ skemmsta.

e.              Breyting á skilmálum í 15. gr. um heimild félagsins til lántöku međ sérstökum skilyrđum.

Ađ öđru leyti er einungis um ađ rćđa endurröđun greina og breytingar á orđalagi samţykkta.

9.              Önnur mál.

 

Sérstaklega er bent á  ađ ţeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna ţađ skriflega til stjórnar félagsins ađ minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf ađalfundar. Ţeir einir eru kjörgengir sem ţannig hafa gefiđ kost á sér.

 

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á ađalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síđar en sjö dögum fyrir ađalfund.

 

Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir ađalfund. Ennfremur verđur hćgt ađ nálgast ţćr á vefsíđu félagsins www.icelandic.is eđa á ađalskrifstofu félagsins frá sama tíma. 

 

Atkvćđaseđlar og önnur fundargögn verđa afhent á ađalfundardaginn frá kl. 14:00 á fundarstađ.

 

Reykjavík 8. mars 2007.

Stjórn Icelandic Group hf.

 

 

Tillögur félagsstjórnar ICelandic group hf. til ađalfundar félagsins 23. mars 2007

 

1.            Tillaga félagsstjórnar um ráđstöfun taps síđastliđins rekstrarárs

Stjórn Icelandic Group hf. gerir ađ tillögu sinni ađ, ađalfundur haldinn 23. mars 2007, samţykki ađ ekki verđi greiddur út arđur til hluthafa og ađ tap síđasta rekstrarárs verđi fćrt til lćkkunar á eigin fé félagsins.

 

2.            Tillaga um ţóknun til stjórnarmanna fyrir nćsta kjörtímabil

Ađalfundur Icelandic Group hf. haldinn 23. mars 2007 samţykkir ađ stjórnarlaun vegna ársins 2007 verđi óbreytt og verđa ţau sem hér segir:

 

Stjórnarformađur kr. 200.000 á mánuđi en ađrir stjórnarmenn kr. 100.000 á mánuđi.

Varastjórnarmenn kr. 30.000 fyrir hvern fund sem ţeir sitja, en ţó ađ hámarki kr. 100.000 á mánuđi.

 

3.            Frambođ til stjórnar

Frambođsfrestur rennur út fimm dögum fyrir upphaf ađalfundar. Upplýsingar um frambjóđendur til stjórnar verđa birtar eigi síđar en tveimur dögum fyrir ađalfund.

 

4.            Tillaga félagsstjórnar um endurskođunarfélag

Lagt er til ađ KPMG hf., kr. 590975-0449, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, verđi endurkjöriđ endurskođunarfélag Icelandic Group hf. fyrir áriđ 2007.

 

5.            Tillaga um starfskjarastefnu

 

 

Starfskjarastefna Icelandic Group hf.

1. gr.  Markmiđ

 

Markmiđ starfskjarastefnu ţessarar er ađ gera starf hjá Icelandic Group hf. ađ eftirsóknarverđum kosti fyrir fyrsta flokks starfsfólk og ţar međ tryggja félaginu stöđu í fremstu röđ á alţjóđavettvangi. Til ađ svo megi verđa er nauđsynlegt ađ stjórn félagsins sé kleift ađ bjóđa samkeppnishćf laun og ađrar greiđslur s.s. kaupauka og kauprétti á alţjóđa mćlikvarđa. 

 

2. gr.  Starfskjaranefnd

 

Starfskjaranefnd skal skipuđ ţremur mönnum sem stjórn félagsins kýs úr sínum röđum. Nefndin starfar samkvćmt sérstöku erindisbréfi.

 

Hlutverk starfskjaranefndar er ađ vera leiđbeinandi fyrir félagsstjórn og framkvćmdastjórn um starfskjör ćđstu stjórnenda félagsins og ráđgefandi um starfskjarastefnu. Skal nefndin jafnframt fylgjast međ ađ starfskjör ćđstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnunnar og gefa félagsstjórn skýrslu ţar um árlega í tengslum viđ ađalfund félagsins.

 

3. gr.  Starfskjör stjórnarmanna

 

Stjórnarmönnum skal greidd föst mánađarleg ţóknun í samrćmi viđ ákvörđun ađalfundar ár hvert, svo sem kveđiđ er á um í 79. gr. laga um hlutafélög. Gerir stjórnin tillögu um ţóknunina fyrir komandi starfsár og skal í ţeim efnum taka miđ af ţeim tíma sem stjórnarmenn verja til starfans, ţeirri ábyrgđ sem á ţeim hvílir, og afkomu félagsins.

 

Stjórnarmenn skulu fá fasta ţóknun fyrir hvern fund sem ţeir sitja í undirnefndum stjórnar og skal sú ţóknun ákveđin af ađalfundi félagsins.       

 

4. gr.   Starfskjör forstjóra

 

Gera skal skriflegan ráđningarsamning viđ forstjóra. Kjör hans skul ávallt vera samkeppnishćf á alţjóđamarkađi.

 

Fjárhćđ grunnlauna og annarra greiđslna til forstjóra skal taka miđ af menntun, reynslu og fyrri störfum. Tilgreina skal önnur starfskjör í ráđningarsamningnum, svo sem greiđslur í lífeyrissjóđ, orlof, hlunnindi og uppsagnarfrest. Heimilt er ađ semja viđ forstjóra um upphafsgreiđslu vegna ráđningar hans ađ félaginu.

 

Viđ ákvörđun uppsagnarfrests í ráđningarsamningi má hafa sérstök ákvćđi um ađ uppsagnarfrestur skuli lengjast í hlutfalli viđ starfstíma forstjóra. Jafnframt skal, í ráđningarsamningi, geta um skilyrđi uppsagnar forstjóra.

 

Endurskođa skal grunnlaun forstjóra árlega og skal viđ slíka endurskođun höfđ hliđsjón af mati starfskjaranefndar á frammistöđu forstjóra, ţróun launakjara almennt í sambćrilegum fyrirtćkjum og afkomu félagsins.

 

Viđ gerđ ráđningarsamnings viđ forstjóra skal haft ađ leiđarljósi ađ ekki komi til frekari greiđslna viđ starfslok en fram koma í ráđningarsamningi. Heimilt er ţó viđ sérstök skilyrđi ađ mati starfskjaranefndar ađ gera sérstakan starfslokasamning viđ starfslok forstjóra.

 

5. gr.  Starfskjör framkvćmdastjóra

 

Forstjóri rćđur framkvćmdastjóra félagsins í samráđi viđ stjórn félagsins. Viđ ákvörđun starfskjara framkvćmdastjóra gilda sömu sjónarmiđ og rakin eru í 4. gr.

 

6. gr.  Umbun til ćđstu stjórnenda

 

Starfskjaranefnd er heimilt ađ leggja fram tillögu fyrir stjórn félagsins um ađ umbuna ćđstu stjórnendum til viđbótar grunnlaunum í formi afhendingar hluta, árangurstengdra greiđslna, hlutabréfa, kaupréttar, forkaupsréttar og annars konar greiđslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eđa ţróun verđs á hlutabréfum í félaginu, lífeyrissamninga og starfslokasamninga.

 

Viđ ákvörđun um hvort veita skuli ćđstu stjórnendum umbun til viđbótar grunnlaunum skal taka miđ af stöđu, ábyrgđ, frammistöđu og framtíđarmöguleikum viđkomandi stjórnanda innan félagsins.

 

Viđ veitingu kaupréttar ađ hlutum í félaginu skal litiđ til sambćrilegra samninga sem áđur hafa veriđ veittir viđkomandi, hvort sem rétturinn hefur veriđ nýttur eđa ekki. Kaupréttur skal ađ jafnađi einungis nýtanlegur ađ ţeir sem gert hafa slíka samninga séu í vinnu hjá félaginu ţá er kauprétturinn kemur til framkvćmda.

 

7. gr.  Ađrir starfsmenn

 

Viđ ákvörđun starfskjara annarra starfsmanna skulu framkvćmdastjórar einstakra sviđa taka miđ af ofangreindum reglum eftir ţví sem viđ á. 

 

8. gr.  Upplýsingagjöf

 

Á ađalfundi skal stjórn gera grein fyrir kjörum forstjóra, framkvćmdastjóra og stjórnarmanna. Upplýsa skal um heildarfjárhćđ greiddra launa á árinu, greiđslur frá öđrum félögum í sömu fyrirtćkjasamstćđu, fjárhćđ kaupauka og kaupréttar, annars konar greiđslur sem tengjast hlutabréfum í félaginu, starfslokagreiđslur ef einhverjar eru, auk heildarfjárhćđar annarra greiđslna.

 

9. gr.  Samţykkt starfskjarastefnu og fleira

 

Starfskjarastefna félagsins skal tekin til afgreiđslu á ađalfundi og skal hún tekin til endurskođunar ár hvert og borin undir ađalfund til samţykktar eđa synjunar.

 

Er starfskjarastefnan bindandi fyrir stjórn félagsins ađ ţví er varđar ákvćđi um kaupréttarsamninga og hvers konar samninga eđa greiđslur er fylgja ţróun verđs á hlutabréfum í félaginu, sbr. 2. mgr. 79. gr. a. hlutafélagalaga. Ađ öđru leiti er starfskjarastefnan leiđbeinandi fyrir félagiđ og stjórn ţess. Stjórn félagsins skal fćra til bókar í fundargerđarbók veigamikil frávik frá starfskjarastefnunni og skulu ţau frávik studd greinargóđum rökum. Gera skal grein fyrir frávikum á nćsta ađalfundi félagsins.

 

Greinargerđ međ starfskjarastefnu Icelandic Group hf.

 

Međ lögum nr. 89/2006 var m.a. gerđ sú breyting á hlutafélagalögum ađ grein 79 a. var bćtt inn í lögin. Greinin leggur ţá skyldu á stjórn Icelandic Group hf. ađ leggja starfskjarastefnu fyrir ađalfund félagsins til samţykktar eđa synjunar. Skal starfskjarastefnan mćla fyrir um laun og ađrar greiđslur til forstjóra og annarra ćđstu stjórnenda félagsins, svo og stjórnarmanna ţess. Segir í lögunum ađ í starfskjarastefnu skuli koma fram grundvallaratriđi varđandi starfskjör stjórnenda og stjórnarmanna og stefnu félagsins varđandi samninga viđ stjórnendur og stjórnarmenn. Jafnframt skal koma ţar fram hvort og ţá viđ hvađa ađstćđur og innan hvađa ramma heimilt sé ađ greiđa eđa umbuna stjórnendum og stjórnarmönnum til viđbótar grunnlaunum ţeirra og ţá međal annars í formi afhendingar hluta, árangurstengdra greiđslna, hlutabréfa, kaup- og söluréttar, forkaupsréttar og annars konar greiđslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eđa ţróun verđs á ţeim, lánasamninga, lífeyrissamninga og starfslokasamninga.

 

Var umrćdd lagabreyting gerđ vegna tilmćla Framkvćmdastjórnar Evrópubandalagsins 2004/913/EB frá 14. desember 2004 um ađ stuđla ađ viđeigandi fyrirkomulagi ađ ţví varđar starfskjör stjórnenda í hlutafélögum sem eru skráđ í kauphöll.

 

Stjórn Icelandic Group hf. hefur ţađ ađ markmiđi međ tillögu ađ starfskjarastefnu, sem hér er lögđ fyrir ađalfund félagsins, ađ marka félaginu raunhćfa starfskjarastefnu sem gerir félaginu fćrt ađ lađa til sín stjórnendur í fremstu röđ og tryggja ţar međ samkeppnishćfni félagsins á alţjóđlegum vettvangi.

 

6.            Tillögur um breytingar á samţykktum félagsins

Tillaga um nýjar samţykktir félagsins sem fylgja međ tillögum ţessum. Einkum er um ađ rćđa endurröđun greina og breytingar á orđalagi samţykkta, en hinar nýju samţykktir fela í sér eftirfarandi efnisbreytingar:

 

A.            Grein 4:

Varđar rafrćna ţátttöku í hluthafafundum og rafrćna hluthafafundi.

Breytingarnar er ađ finna í ákvćđum greina 4.2-4.8, sem hljóđa svo:

 

“Rétt til setu á hluthafafundum hafa hluthafar, umbođsmenn hluthafa, endurskođendur félagsins og forstjóri, ţótt ekki sé hluthafi.  Ţá getur stjórnin bođiđ sérfrćđingum setu á einstökum fundum, ef leita ţarf álits ţeirra eđa ađstođar.

 

Stjórn er heimilt ađ ákveđa ađ hluthafar geti tekiđ ţátt í fundarstörfum hluthafafunda međ rafrćnum hćtti án ţess ađ vera á fundarstađ. Telji stjórn ađ tiltćkur sé nćgilega öruggur búnađur til ađ gefa hluthöfum kost á ađ taka ţátt í fundarstörfum međ rafrćnum hćtti án ţess ađ vera á fundarstađ og ákveđi stjórn ađ nýta ţessa heimild skal ţess sérstaklega getiđ í fundarbođi.

 

Hluthafar sem hyggjast nýta sér rafrćna ţátttöku skulu tilkynna skrifstofu félagsins ţar um međ 5 daga fyrirvara og leggja ţar fram skriflegar spurningar varđandi dagskrá eđa framlögđ skjöl sem ţeir óska svara viđ á fundinum.

 

Hluthafar skulu hafa ađgengi ađ leiđbeiningum um ţátttöku í hluthafafundi međ rafrćnum hćtti ásamt ađgangsorđi og nauđsynlegum hugbúnađi til slíkrar ţátttöku. Jafngildir innslegiđ ađgangsorđ í tölvuforrit undirskrift viđkomandi hluthafa og telst viđurkenning á ţátttöku hans í hluthafafundinum.

 

Stjórn er heimilt ađ ákveđa ađ hluthafafundur verđi ađeins haldinn rafrćnt.

 

Telji stjórnin gerlegt ađ halda fundinn algjörlega rafrćnt međ viđeigandi búnađi og gefa hluthöfum ţannig kost á ţátttöku í fundarstörfum og atkvćđagreiđslu skal í fundarbođi koma fram upplýsingar um tćknibúnađ auk upplýsinga um ţađ hvernig hluthafar tilkynni um rafrćna ţátttöku sína og hvar ţeir nálgist upplýsingar, leiđbeiningar og ađgangsorđ til  ţátttöku í fundinum. Jafngildir innslegiđ ađgangsorđ í tölvuforrit undirskrift viđkomandi hluthafa og telst viđurkenning á ţátttöku hans í hluthafafundinum.

 

Ef stjórn telur ekki framkvćmanlegt ađ gefa hluthöfum kost á ţátttöku í hluthafafundi rafrćnt skal hluthöfum gefinn kostur á ađ greiđa atkvćđi um tillögur eđa taka ţátt í kosningum bréflega. Setur stjórn reglur um framkvćmd slíkrar kosningar.”

 

B.            Grein 4.13:

Um ađ á dagskrá ađalfundar verđi, auk núverandi ađalfundarstarfa, tillögur um starfskjarastefnu.

Viđ bćtist nýr liđur sem 4. liđur og hljóđar hann svo:

 

“Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu.”

 

C.            Grein 4.17:

Varđar styttingu frests til bođunar hluthafafundar úr tveimur vikum hiđ skemmsta í eina viku hiđ skemmsta.

 

Hljóđar grein 4.17 svo:

 

“Hluthafafundir skulu bođađir međ skemmst einnar viku fyrirvara en lengst fjögurra vikna fyrirvara. Ćskilegt er ađ ađalfundur verđi bođađur međ tveggja vikna fyrirvara telji stjórn félagsins ţađ mögulegt en heimilt er ađ bođa fundinn međ einnar viku fyrirvara.”

 

D.            Grein 5:

Varđar upplýsingar um frambođstilkynningu ţeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu.

 

Hljóđa ákvćđi 5. gr. um frambođ til félagsstjórnar svo:

 

“Ţeir sem hyggjast kost á sér til stjórnarkjörs skulu tilkynna félagsstjórn um frambođ sitt skemmst 5 dögum fyrir hluthafafund. Í tilkynningu um frambođ til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóđanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um ađalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Ţá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl viđ helstu viđskiptaađila og samkeppnisađila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

 

Félagsstjórn skal fara yfir frambođstilkynningar og gefa hlutađeigandi, međ sannanlegum hćtti, kost á ţví ađ bćta úr ţeim göllum sem eru á tilkynningunni innan tiltekins frests. Ef ekki er bćtt úr göllum á frambođstilkynningunni frestsins, úrskurđar félagsstjórn um gildi frambođs. Unnt er ađ skjóta niđurstöđu félagsstjórnar til hluthafafundar sem fer međ endanlegt úrskurđarvald um gildi frambođs.

 

Upplýsingar um frambjóđendur til stjórnar skulu lagđar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síđar en 2 dögum fyrir hluthafafund.”

 

E.            Grein 15:

Varđar heimild félagsins til lántöku međ sérstökum skilyrđum.

 

Stjórn Icelandic Group hf. leggur fyrir ađalfund eftirfarandi tillögu um heimild stjórnar félagsins til ađ taka víkjandi lán međ sérstökum skilyrđum er veitir lánardrottni rétt til ţess ađ breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í ţví skv. VI. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995.

 

Lániđ verđi víkjandi og víki fyrir öllum öđrum kröfum á hendur lántaka nema kröfu um endurgreiđslu hlutafjár.

 

Ţá felst í tillögunni heimild til hlutafjárhćkkunar um allt ađ kr. 5.000.000.000 og verđi stjórn félagsins heimilađ samkvćmt 48. gr. hlutafélagalaga ađ breyta 2. gr. samţykkta félagsins til samrćmis viđ ţá hlutafjárhćkkun sem leiđa kann af breytingu lánsins í hluti í félaginu.

 

Tillaga stjórnarinnar er svohljóđandi:

 

“Ađalfundur Icelandic Group hf., sem haldinn er ţann 23. mars 2007, samţykkir, međ vísan til VI. kafla hlutafélagalaga, einkum 48. gr., ađ veita stjórn félagsins heimild til ađ taka lán er veitir lánardrottni rétt til ţess ađ breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í ţví. Skal félaginu heimilt ađ gefa út skuldaskjöl ađ fjárhćđ allt ađ kr. 5.000.000.000 eđa samsvarandi fjárhćđ í evrum og skal lánstíminn vera allt ađ 5 ár. Skuldin ber ársvexti sem skulu vera REIBOR ađ viđlögđu 5% vaxtaálagi. Ţó skulu vextir vera LIBOR ađ viđlögđu 5% vaxtaálagi ef fjárhćđ lánsins er í evrum. Vextir skulu greiđast árlega, í fyrsta sinn hinn 31. desember 2007. Á gjalddaga vaxta greiđist helmingur áfallinna en ógreiddra vaxta, en hinn helmingurinn leggst viđ höfuđstól og kemur til uppgjörs á greiđsludegi, sem skal vera 31. desember 2011. Skal viđ útreikning vaxta leggja til grundvallar höfuđstól ađ viđbćttum vöxtum sem leggja ber viđ höfuđstól skv. framansögđu.

 

Lán ţetta er víkjandi og víkur fyrir öllum öđrum kröfum á hendur lántaka nema kröfu um endurgreiđslu hlutafjár. Viđ gjaldţrot eđa slit lántaka endurgreiđist lániđ á eftir öllum almennum kröfum en á undan kröfum til endurgreiđslu hlutafjár.

 

Á tímabilinu frá 1. desember 2011 til 31. desember 2011 er lánveitanda heimilt ađ breyta höfuđstól skuldarinnar ađ viđbćttum vöxtum í hluti í Icelandic Group hf. Á sama hátt getur lánveitandi, á vaxtagjalddögum (í fyrsta sinn hinn 31. desember 2007), breytt öllu láninu eđa hluta ţess, ţó ađ lágmarki 20% af höfuđstól skuldarinnar ásamt áföllnum vöxtum í hlutafé.

 

Lánveitanda er ennfremur heimilt ađ breyta höfuđstól skuldarinnar ađ viđbćttum vöxtum í hluti í Icelandic Group hf. áđur en ráđstafanir félagsins eđa sem tengjast félaginu, s.s. hćkkun eđa lćkkun hlutafjár, frekari skuldbindingar samkvćmt breytanlegum lánum, útgáfa áskriftarréttinda, arđsúthlutun og/eđa annars konar úthlutun á fjármunum félagsins til hluthafa á sér stađ. Lánveitanda skal tilkynnt um slíkar fyrirhugađar ađgerđir međ nćgum fyrirvara til ađ hann geti nýtt sér ţennan rétt sinn.

 

Međ fyrirvara um umreiknun breytigengis samkvćmt neđangreindu skal gengi hluta viđ nýtingu breytiréttar vera kr. 7,30 á hlut.

 

Kjósi lánveitandi ađ breyta skuld sinni í hluti í Icelandic Group hf. skal hann tilkynna félaginu ţađ skriflega. Skal stjórn félagsins, eins fljótt og kostur er, gefa út hlutabréf í Icelandic Group hf. til lánveitanda honum ađ kostnađarlausu til ţess ađ fullnćgja breytiréttinum.

 

Sé skuldinni breytt í hluti í Icelandic Group hf. telst fullnađaruppgjör hafa fariđ fram ţegar lántaki hefur gefiđ út nýja hluti í Icelandic Group hf. á nafn lántakanda. Hlutabréf eru gefin út međ rafrćnum hćtti í samrćmi viđ grein 2.6 í samţykktum félagsins og telst félagiđ hafa fullnćgt skyldum sínum ţegar hlutabréfin hafa veriđ fćrđ í tölvukerfi Verđbréfaskráningar Íslands á kennitölu lánveitanda.

 

Tryggt skal í skilmálum lánsins ađ einstakar ráđstafanir félagsins eđa sem tengjast félaginu, s.s. hćkkun eđa lćkkun hlutafjár, frekari skuldbindingar samkvćmt breytanlegum lánum, útgáfa áskriftarréttinda, arđsúthlutun og/eđa annars konar úthlutun á fjármunum félagsins til hluthafa hafi ekki áhrif á verđmćti breytiréttarins. Ţannig skal breytigengiđ endurreiknađ og uppfćrt í slíkum tilvikum međ ţeim hćtti ađ ţađ breytist í réttu hlutfalli viđ ţćr breytingar sem verđa á verđi og/eđa verđmćti hluta í félaginu vegna slíkra ráđstafana, allt međ ţađ ađ markmiđi ađ verđmćti breytiréttarins minnki ekki. Skal nánari útfćrsla slíkrar uppfćrslu breytigengisins koma fram í skuldaskjölum ţeim sem stjórn félagsins gerir viđ einstaka lánveitendur og hefur stjórn félagsins fulla heimild til ađ semja um nánari skilmála slíkrar útfćrslu viđ lánveitendur. Félagsstjórn hefur samhliđa heimild til ađ breyta samţykktum félagsins ţannig ađ endanleg útfćrsla uppfćrslunnar komi skýrlega fram í samţykktum félagsins.  

 

Ef hlutafé lántaka verđur hćkkađ á lánstímanum hefur lánveitandi ekki rétt til forgangs ađ nýjum hlutum. Skal lánveitandi ađ öđru leyti ekki njóta réttinda sem hluthafi í félaginu fyrr en hann hefur neytt breytiréttar síns og hinir nýju hlutir hafa veriđ fćrđir í tölvukerfi Verđbréfaskráningar Íslands á kennitölu lánveitanda.

 

Verđi lántaka slitiđ á lánstímanum, ţ.m.t. viđ samruna eđa skiptingu, áđur en láninu hefur veriđ breytt í hlutafé eđa ţađ greitt, skal ţess gćtt ađ stađa skuldbindingar samkvćmt láninu verđi međ ţeim hćtti ađ skuldbindingin sé víkjandi fyrir öđrum skuldum lántaka (en jafnsett öđrum víkjandi lánum sem tekin verđa samkvćmt ţessari heimild) en framar stöđu hlutafjár í félaginu.

 

Ađ öđru leyti en ađ framan greinir skal ákvörđun um lćkkun hlutafjár í félaginu, útgáfa breytanlegra skuldabréfa, lána eđa áskriftarréttindi ekki hafa áhrif á réttarstöđu lánveitanda áđur en kröfu hans verđur breytt í hlutafé.

 

Skal stjórn félagsins heimilt ađ hćkka hlutafé félagsins um allt ađ kr. 5.000.000.000 ađ nafnverđi til ađ efna ofangreinda skuldbindingu. Falla hluthafar frá forgangsrétti til áskriftar ađ hlutum sem gefnir verđa út skv. ţessari heimild. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhćkkunar.

 

Skal ofangreind heimild stjórnar gilda til 23. mars 2008.”

 

Verđi tillagan samţykkt verđur hún tekin upp í samţykktir félagsins sem grein 15.1, í stađ ţess ákvćđis sem var í grein 12.01 í eldri samţykktum félagsins.

 

Greinargerđ.

Tillögur ţćr sem gerđar eru um efnisbreytingar á samţykktum eiga sér flestar stođ í hlutafélagalögum nr. 2/1995, sbr. lög nr. 89/2006. Međ fyrirvara um neđangreint er ađ öđru leyti einungis um ađ rćđa breytingar á uppröđun og orđalagi samţykkta í ţeim tilangi ađ gera ţćr skýrari.

 

Tillaga sú sem gerđ er um breytingu á ákvćđum 15. gr. samţykktanna (nú grein 12.01) felur í sér ađ stjórn félagsins er heimilt ađ taka lán í nafni félagsins sem heimilar lánveitanda ađ breyta fjárhćđ lánsins, auk áfallinna vaxta, í hlutafé í félaginu. Gengiđ sem notađ skal viđ slíka breytingu skal vera kr. 7,3 á hlut, en ţađ gengi er ţó háđ breytingum vegna tiltekinna ráđstafana stjórnar félagsins og/eđa félagsins sjálfs, s.s. hćkkunar eđa lćkkunar hlutafjár, arđsúthlutunar o.s.frv. Markmiđiđ er ađ tryggja ađ verđmćti breytiréttarins rýrni ekki vegna slíkra ráđstafana. Nánari útfćrsla ţeirra breytinga sem orđiđ geta á breytigenginu, ţ.e. nákvćmari útlistun á ţeim ađferđum sem nýttar skulu viđ endurreikning breytigengisins, skulu koma fram í skilmálum einstakra skuldaskjala.

 

Tillagan felur í sér breytingu á ákvćđi 12.01 í núgildandi samţykktum félagsins sem samţykkt var á hluthafafundi ţann 16. janúar s.l. Eru breytingar einkum ţrenns konar. Í fyrsta lagi felur tillagan í sér ađ stjórn félagsins er veitt heimild til ađ taka breytanlegt lán međ nánar tilteknum skilmálum, en ákvćđi 12.01 mćlir nú ađeins fyrir um ađ félaginu sé heimilt ađ taka slík lán. Í öđru lagi felur tillagan í sér fyrirmćli um ađ breytigengiđ verđi endurreiknađ vegna tiltekinna ráđstafana, sbr. ofangreint. Loks felur tillagan í sér ađ stjórn félagsins er heimilt ađ hćkka hlutafé félagsins um allt ađ kr. 5.000.000.000 til ađ efna skuldbindingar félagsins samkvćmt hinum breytanlegu lánum, en heimildin hljóđađi áđur upp á kr. 1.100.000.000.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Björgólfur Jóhannsson

Sími 560 7800

 

 


Til baka