Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi Straums-Burðaráss
Fjárfestingabanka hf. sem haldinn var fimmtudaginn 8. mars 2007
Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu
endurskoðanda bankans lagður fram til staðfestingar
Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðanda
bankans var staðfestur.
Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á
reikningsárinu
Samþykkt var að greiða út kr. 7.769.000.000 í arð til
hluthafa. Arðurinn nemur 17,2% af hagnaði félagsins árið 2006 eftir skatta og
samsvarar 75% af nafnvirði hlutafjár, þ.e. kr. 0,75 á hlut. Arðurinn greiðist
hluthöfum með peningum þann 5. apríl 2007 en engir vextir reiknast á greiðsluna
fram til þess tíma. Rétt til arðs eiga þeir sem eiga hlutabréf í félaginu við
lok viðskipta á aðalfundardegi. Arðleysisdagur er því dagurinn eftir
aðalfundardag, þ.e. 9. mars 2007. Því sem eftir stendur af hagnaði ársins skal
ráðstafað til hækkunar á eigin fé félagsins.
Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins
fyrir næsta starfsár og til endurskoðanda fyrir liðið starfsár
Samþykkt var að stjórnarlaun vegna næsta starfsárs verði
sem hér segir:
Stjórnarformaður fái kr. 1.050.000 á mánuði.
Varaformaður stjórnar fái kr. 700.000 á mánuði.
Aðrir stjórnarmenn fái kr. 350.000 á mánuði.
Varamenn fái kr. 100.000 fyrir hvern setinn fund.
Stjórnarmenn fái kr. 100.000 fyrir hvern setinn fund í
undirnefndum stjórnar.
Samþykkt var að þóknun til endurskoðenda félagsins fyrir
liðið starfsár verði greidd samkvæmt reikningi.
Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
Starfskjarastefna félagsins, lögð fram af stjórn samkvæmt
79. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995 með síðari breytingum, var samþykkt.
Stjórnarkjör
Eftirfarandi einstaklingar voru kjörnir í stjórn
félagsins:
Aðalmenn:
Björgólfur Thor Björólfsson, kt.190367-3749, London, Englandi
Birgir Már Ragnarsson, kt. 020574-5699, London,
Englandi
Guðmundur Kristjánsson, kt. 220860-4429, Granaskjóli 64, 107 Reykjavík
Friðrik Hallbjörn Karlsson, kt. 180366-4909, Kjalarlandi 28, 108 Reykjavík
James Leitner, New York, USA
Varamenn:
Alden Edmonds, New York, USA
Baldur Örn Guðnason, kt. 220166-4229, Bakkavör 10, 170 Seltjarnarnesi
Heiðar Már Guðjónsson, kt. 220472-3889, London, Englandi
Jóhann Páll Símonarson, kt. 110451-3939,
Stakkhömrum 4, 112 Reykjavík
Þórunn Guðmundsdóttir, kt. 090757-4319, Laugavegi
61, 101 Reykjavík
Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
KPMG hf. var endurkjörið endurskoðunarfélag félagsins
fyrir árið 2007.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins
Samþykktar voru eftirfarandi breytingar á samþykktum
félagsins:
(a) að 1. gr. hljóði svo: "Félagið er
hlutafélag og nafn þess er Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. Erlent
aukheiti félagsins er Straumur-Burdaras Investment Bank hf. Félagið starfar
samkvæmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki."
(b) að 3. gr. hljóði svo: "Tilgangur
félagsins er að veita fjármálaþjónustu. Skal félaginu heimilt að stunda hverja
þá starfsemi sem fjárfestingabönkum er heimil samkvæmt lögum og starfsleyfi
félagsins. Félaginu er heimilt að ná tilgangi sínum með stofnun og rekstri
dótturfélaga."
(c) að við 1. mgr. 4. gr. bætist svohljóðandi
málsliðir: "Stjórn félagsins er heimilt að ákveða útgáfu hlutafjár
félagsins í evrum í stað íslenskra króna, sbr. heimild í 4. mgr. 1. gr. laga um
hlutafélög nr. 2/1995. Skal við
umreiknun hlutafjárins fara að ákvæðum laga um ársreikninga nr. 3/2006, sbr. 5.
mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal stjórn jafnframt heimilt að
gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfunni, þ.á
m. breyta fjárhæðum þeim sem fram koma í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. samþykkta
félagsins og varða breytinguna, með sömu umreiknunaraðferð."
(d) að 2. mgr. 4. gr. hljóði svo: "Stjórn
félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins, með einni ákvörðun eða í áföngum,
um allt að kr. 2.000.000.000 með áskrift nýrra hluta. Stjórn félagsins skal
ákveða gengi nýrra hluta, greiðslukjör og hvort unnt sé að greiða fyrir þá með
öðru en reiðufé. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju
hlutum heldur ákveður stjórn hverjir geti skráð sig fyrir þeim. Stjórn
félagsins getur sett nánari reglur um tilhögun áskriftar. Hina nýju hluti má
selja eða veðsetja með sama hætti og eldri hluti í félaginu, sbr. 9. gr.
samþykkta félagsins. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá
skráningardegi hlutafjárhækkunar. Heimild stjórnar félagsins til
hlutafjárhækkunar samkvæmt þessari málsgrein fellur niður þann 8. mars 2010 að
því marki sem hún hefur þá ekki verið nýtt."
(e) að orðin "Tillaga stjórnar um
starfskjarastefnu félagsins" myndi nýjan 4. tölulið 1. mgr. 13. gr.
(f) að fella brott d-lið 3. mgr. 18. gr. E-liður
þeirrar málsgreinar verði framvegis d-liður.
(g) að við 1. mgr. 19. gr. bætist svohljóðandi
málsliðir: "Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta, auk nafns
frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur
stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig
upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila
félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar
um frambjóðendur til stjórnar hlutafélags skulu lagðar fram hluthöfum til sýnis
á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund."
(h) að við 1. mgr. 20. gr. bætist nýr 4. og 5.
málsliður, svohljóðandi: "Unnt er að halda stjórnarfundi með aðstoð
rafrænna miðla að svo miklu leyti sem það samræmist framkvæmd verkefna
félagsstjórnar. Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. þessarar málsgreinar getur
stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri krafist þess að stjórnarfundur verði haldinn
með hefðbundnum hætti." Núverandi 4., 5. og 6. málsliður verði framvegis
6., 7. og 8. málsliður.
Tillaga um endurnýjaða heimild félagsins til að
kaupa eigin hluti
Samþykkt var að endurnýja heimild stjórnar samkvæmt 8. gr.
samþykkta félagsins til að eiga og taka að veði eigin hluti í samræmi við
ákvæði VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 29. gr. laga nr. 161/2002
um fjármálafyrirtæki. Heimildin er til 18 mánaða og takmarkast við að samanlögð
kaup hluta og veðsetning fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé bankans á hverjum
tíma. Kaupverð hluta skal vera lægst 20% undir og hæst 10% yfir meðalsöluverði
hluta í félaginu skráðu í Kauphöll Íslands á næstliðnum tveimur vikum áður en
kaup voru gerð. Með samþykki tillögunnar fellur niður fyrri heimild til kaupa á
eigin hlutum sem samþykkt var síðasta aðalfundi félagsins.