Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtćkjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveđnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvćn útgáfa
STRB
Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Dagskrá og tillögur lagđar fyrir ađalfund   1.3.2007 16:29:07
Flokkur: Hluthafafundir      Íslenska  English
 Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Starfskjarastefna.pdf
 Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Samţykktir eftir hluthafafund í sept 2005.pdf
 Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Articles of Associations.pdf
 Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Terms of emplyments.pdf
 Straumur-Burđarás Fjárfestingabanki - Agenda.pdf
Ađalfundur Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf

Ađalfundur Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. verđur haldinn fimmtudaginn 8. mars 2007 kl. 16:00 á Nordica hotel, Suđurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, sal A+B.

 

DAGSKRÁ

 

1.         Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síđastliđiđ starfsár.

2.         Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskođanda bankans lagđur fram til stađfestingar.

3.         Ákvörđun um međferđ hagnađar félagsins á reikningsárinu.

4.         Ákvörđun um ţóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir nćsta starfsár og til endurskođanda fyrir liđiđ starfsár.

5.         Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.

6.         Stjórnarkjör.

7.         Kosning endurskođanda eđa endurskođunarfélags.

8.         Tillögur um eftirfarandi breytingar á samţykktum félagsins:

 

(a)        ađ 1. gr. verđi breytt ţannig ađ hún hljóđi svo: "Félagiđ er hlutafélag og nafn ţess er Straumur-Burđarás fjárfestingabanki hf. Erlent aukheiti félagsins er Straumur-Burdaras Investment Bank hf. Félagiđ starfar samkvćmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtćki."

(b)        ađ 3. gr. verđi breytt ţannig ađ hún hljóđi svo: "Tilgangur félagsins er ađ veita fjármálaţjónustu. Skal félaginu heimilt ađ stunda hverja ţá starfsemi sem fjárfestingabönkum er heimil samkvćmt lögum og starfsleyfi félagsins. Félaginu er heimilt ađ ná tilgangi sínum međ stofnun og rekstri dótturfélaga."

(c)        ađ 1. mgr. 4. gr. verđi breytt ţannig ađ stjórn félagsins verđi heimilt ađ ákveđa hlutafé ţess í evrum í stađ íslenskra króna

(d)        ađ 2. mgr. 4. gr. verđi breytt ţannig ađ endurnýjuđ verđi, međ breytingum, heimild stjórnar til ađ hćkka hlutafé félagsins

(e)        ađ 1. mgr. 13. gr. verđi breytt ţannig ađ orđin "Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins" myndi nýjan 4. töluliđ

(f)         ađ d-liđur 3. mgr. 18. gr. verđi felldur brott

(g)        ađ 1. mgr. 19. gr. breytist ţannig ađ viđ hana bćtist tilvísun til upplýsinga sem ber ađ gefa í tengslum viđ frambođ til stjórnar og skilyrđi um framlagningu ţeirra hluthöfum til sýnis

(h)        ađ 1. mgr. 20. gr. verđi breytt ţannig tekin sé af vafi um ađ heimilt sé ađ halda stjórnarfundi međ ađstođ rafrćnna miđla

 

9.         Tillaga um endurnýjađa heimild félagsins til ađ kaupa eigin hluti.

10.       Önnur mál.

 

FRAMBOĐ TIL STJÓRNAR

 

Frambođsfrestur til stjórnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 2. mars 2007. Frambođum skal skila skriflega til skrifstofu forstjóra Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf., Borgartúni 25, 6. hćđ, fyrir ţann tíma. Í tilkynningu um frambođ til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóđanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um ađalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Ţá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl viđ helstu viđskiptaađila og samkeppnisađila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar um frambjóđendur til stjórnar félagsins munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síđar en tveimur dögum fyrir hluthafafund.

 

FUNDARGÖGN OG ATKVĆĐASEĐLAR

 

Fundargögn og atkvćđaseđlar verđa afhentir hluthöfum eđa umbođsmönnum ţeirra á fundarstađ frá kl. 14:00 á fundardegi, fimmtudaginn 8. mars n.k.

 

TILLÖGUR

 

Liđur 3 í dagskrá: Ákvörđun um međferđ hagnađar félagsins á reikningsárinu

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til ađ greiddar verđi kr. 7.769.000.000 í arđ til hluthafa. Arđurinn nemur 17,2% af hagnađi félagsins áriđ 2006 eftir skatta og samsvarar 75% af nafnvirđi hlutafjár, ţ.e. kr. 0,75 á hlut. Arđurinn greiđist hluthöfum međ peningum ţann 5. apríl 2007 en engir vextir reiknast á greiđsluna fram til ţess tíma. Rétt til arđs eiga ţeir sem eiga hlutabréf í félaginu viđ lok viđskipta á ađalfundardegi. Arđleysisdagur er ţví dagurinn eftir ađalfundardag, ţ.e. 9. mars 2007. Ţví sem eftir stendur af hagnađi ársins skal ráđstafađ til hćkkunar á eigin fé félagsins.

 

Liđur 4 í dagskrá: Ákvörđun um ţóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir nćsta starfsár og til endurskođanda fyrir liđiđ starfsár

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til ađ stjórnarlaun vegna nćsta starfsárs verđi sem hér segir:

Stjórnarformađur fái kr. 1.050.000 á mánuđi.

Varaformađur stjórnar fái kr. 700.000 á mánuđi.

Ađrir stjórnarmenn fái kr. 350.000 á mánuđi.

Varamenn fái kr. 100.000 fyrir hvern setinn fund.

Stjórnarmenn fái kr. 100.000 fyrir hvern setinn fund í undirnefndum stjórnar.

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka leggur til ađ ţóknun til endurskođenda félagsins fyrir liđiđ starfsár verđi greidd samkvćmt reikningi.

 

Liđur 5 í dagskrá: Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til ađ starfskjarastefna félagsins, sem stjórnin hefur samţykkt samkvćmt 79. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995 međ síđari breytingum, verđi samţykkt.

 

Athugasemdir međ tillögunni

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. hefur samţykkt starfskjarastefnu um laun og ađrar greiđslur til forstjóra og annarra ćđstu stjórnenda félagsins, svo og stjórnarmanna ţess. Í starfskjarastefnunni koma fram grundvallaratriđi um starfskjör stjórnenda og stjórnarmanna og stefnu félagsins hvađ varđar samninga viđ stjórnendur og stjórnarmenn. Jafnframt kemur ţar fram hvort og ţá viđ hvađa ađstćđur og innan hvađa ramma heimilt sé ađ greiđa eđa umbuna stjórnendum og stjórnarmönnum til viđbótar grunnlaunum, m.a. í formi afhendingar hluta, árangurstengdra greiđslna, kaup- og söluréttar og annars konar greiđslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu, lánasamninga, lífeyrissamninga og starfslokasamninga. Starfskjarastefnan er bindandi fyrir félagsstjórnina ađ ţví er varđar ákvćđi um kaupréttarsamninga og hvers konar samninga eđa greiđslur er fylgja ţróun verđs á hlutabréfum í félaginu. Ađ öđru leyti er starfskjarastefnan leiđbeinandi fyrir félagiđ og stjórn ţess. Á nćsta ađalfundi ber félagsstjórn ađ gera grein fyrir kjörum stjórnenda og stjórnarmanna félagsins og áćtluđum kostnađi vegna kaupréttaráćtlana auk ţess ađ skýra frá framkvćmd starfskjarastefnunnar. Frávik frá starfskjarastefnunni skulu rökstudd sérstaklega í hverju tilviki og fćrđ til bókar. Starfskjarastefnan í heild sinni er međal fundargagna og hefur legiđ frammi hluthöfum til sýnis í sjö daga fyrir ađalfund.

 

Liđur 7 í dagskrá: Kosning endurskođanda eđa endurskođunarfélags

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til ađ KPMG hf. verđi endurkjöriđ endurskođunarfélag félagsins fyrir áriđ 2007.

 

Liđur 8 í dagskrá: Tillögur um breytingar á samţykktum félagsins

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til eftirfarandi breytingar á samţykktum félagsins:

 

(a)     ađ 1. gr. verđi breytt ţannig ađ hún hljóđi svo: "Félagiđ er hlutafélag og nafn ţess er Straumur-Burđarás fjárfestingabanki hf. Erlent aukheiti félagsins er Straumur-Burdaras Investment Bank hf. Félagiđ starfar samkvćmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtćki."

(b)     ađ 3. gr. verđi breytt ţannig ađ hún hljóđi svo: "Tilgangur félagsins er ađ veita fjármálaţjónustu. Skal félaginu heimilt ađ stunda hverja ţá starfsemi sem fjárfestingabönkum er heimil samkvćmt lögum og starfsleyfi félagsins. Félaginu er heimilt ađ ná tilgangi sínum međ stofnun og rekstri dótturfélaga."

(c)        ađ 1. mgr. 4. gr. verđi breytt ţannig ađ viđ hana bćtist svohljóđandi málsliđir: "Stjórn félagsins er heimilt ađ ákveđa útgáfu hlutafjár félagsins í evrum í stađ íslenskra króna, sbr. heimild í 4. mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr.  2/1995. Skal viđ umreiknun hlutafjárins fara ađ ákvćđum laga um ársreikninga nr. 3/2006, sbr. 5. mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal stjórn jafn­framt heimilt ađ gera nauđsynlegar breytingar á samţykktum félagsins sem leiđa af útgáfunni, ţ.á m. breyta fjárhćđum ţeim sem fram koma í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. samţykkta félagsins og varđa breytinguna, međ sömu umreiknunarađferđ."

(d)      ađ 2. mgr. 4. gr. verđi breytt ţannig ađ hún hljóđi svo: "Stjórn félagsins er heimilt ađ hćkka hlutafé félagsins, međ einni ákvörđun eđa í áföngum, um allt ađ kr. 2.000.000.000 međ áskrift nýrra hluta. Stjórn félagsins skal ákveđa gengi nýrra hluta, greiđslukjör og hvort unnt sé ađ greiđa fyrir ţá međ öđru en reiđufé. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar ađ hinum nýju hlutum heldur ákveđur stjórn hverjir geti skráđ sig fyrir ţeim. Stjórn félagsins getur sett nánari reglur um tilhögun áskriftar. Hina nýju hluti má selja eđa veđsetja međ sama hćtti og eldri hluti í félaginu, sbr. 9. gr. samţykkta félagsins. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhćkkunar. Heimild stjórnar félagsins til hlutafjárhćkkunar samkvćmt ţessari málsgrein fellur niđur ţann 8. mars 2010 ađ ţví marki sem hún hefur ţá ekki veriđ nýtt."

(e)     ađ 1. mgr. 13. gr. verđi breytt ţannig ađ orđin "Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins" myndi nýjan 4. töluliđ.

(f)      ađ d-liđur 3. mgr. 18. gr. verđi felldur brott. E-liđur ţeirrar málsgreinar verđi framvegis d-liđur.

(g)     ađ 1. mgr. 19. gr. verđi breytt ţannig ađ viđ hana bćtist svohljóđandi málsliđir: "Í tilkynningu um frambođ til stjórnar skal geta, auk nafns frambjóđanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um ađalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Ţá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl viđ helstu viđskiptaađila og samkeppnisađila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar um frambjóđendur til stjórnar hlutafélags skulu lagđar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síđar en tveimur dögum fyrir hluthafafund."

(h)     ađ 1. mgr. 20. gr. verđi breytt ţannig viđ hana bćtist nýr 4. og 5. málsliđur, svohljóđandi: "Unnt er ađ halda stjórnarfundi međ ađstođ rafrćnna miđla ađ svo miklu leyti sem ţađ samrćmist framkvćmd verkefna félagsstjórnar. Ţrátt fyrir ákvćđi 4. málsl. ţessarar málsgreinar getur stjórnarmađur eđa framkvćmdastjóri krafist ţess ađ stjórnarfundur verđi haldinn međ hefđbundnum hćtti." Núverandi 4., 5. og 6. málsliđur verđi framvegis 6., 7. og 8. málsliđur.

 

Athugasemdir međ tillögunni

 

Um a-liđ

 

Hér er lagt til ađ í stađ núverandi 2. málsliđar komi nýr málsliđur sem mćli svo fyrir ađ erlent aukheiti félagsins sé Straumur-Burdaras Investment Bank hf. Vegna séríslenskra stafa í nafni félagsins hefur nokkuđ boriđ á ţví ađ nafn ţess sé stafađ međ mismunandi hćtti í samskiptum viđ erlend félög og einstaklinga. Miđar tillagan ađ ţví ađ skjóta stođum undir ţađ ađ heimilt sé ađ rita nafn félagsins án íslenskra stafa.

 

Um b-liđ

 

Í samţykktum félagsins er hvergi vikiđ ađ dótturfélögum ţótt félagiđ sé í raun rekiđ sem samstćđa í skilningi laga um hlutafélög nr. 2/1995. Miđar tillagan ađ ţví ađ skjóta styrkari stođum undir ţađ ađ félaginu sé heimilt ađ ná tilgangi sínum međ stofnun og rekstri dótturfélaga og um leiđ auka sveigjanleika viđ uppbyggingu og skipulag samstćđunnar.

 

Um c-liđ

 

Í desember 2006 tók stjórn félagsins ákvörđun um ađ bókhald félagsins skyldi fćrt og ársreikningur saminn í evrum frá 1. janúar 2007 ađ telja. Í ákvörđuninni fólst jafnframt ađ eigiđ fé félagsins var fćrt yfir í evrur. Ákvörđunin var tekin međ langtíma hagsmuni félagsins og hluthafa ađ leiđarljósi.

 

Félagiđ hefur markađ sér ţá stefnu ađ verđa leiđandi norrćnn fjárfestingabanki. Sífellt stćrri hluti af eignum og tekjum félagsins er í erlendum myntum og hlutfall íslensku krónunnar í viđskiptum félagsins minnkar jafnt og ţétt. Er ţađ skođun stjórnar félagsins ađ sú breyting sem hér er lögđ til, og miđar ađ ţví ađ veita stjórn heimild til ađ ákveđa útgáfu hlutafjár félagsins í evrum í stađ íslenskra króna, verđi til ţess ađ auka áhuga erlendra fjárfesta á félaginu, breikka hluthafahóp ţess og styđja viđ áframhaldandi alţjóđlegan vöxt.

 

Örđugleikar viđ uppgjör á viđskiptum međ hluti í kaupahallarskráđum félögum í erlendri mynt standa tímabundiđ í vegi fyrir ađ ţessi breyting geti átt sér stađ. Af ţeim sökum er lagt til ađ hluthafafundur veiti stjórn félagsins heimild til ađ taka endanlega ákvörđun um breytinguna. Til ađ tryggja gegnsći um fyrirhugađar breytingar ađ ţessu leyti er lagt til ađ heimildin verđi tekin upp í samţykktir félagsins.

 

Um d-liđ

 

Ţess er áđur getiđ ađ félagiđ hafi markađ sér ţá stefnu ađ verđa leiđandi norrćnn fjárfestingabanki og hyggi á áframhaldandi alţjóđlegan vöxt. Í ţví samhengi er félagiđ sífellt vakandi fyrir hvers kyns tćkifćrum, međal annars um yfirtökur annarra fjármálafyrirtćkja. Ţykir ćskilegt ađ stjórn félagsins hafi heimild til útgáfu nýs hlutafjár til ađ afla fjármuna eđa nota sem endurgjald í slíkum viđskiptum eftir ţví sem viđ á.

 

Ţann 1. mars 2007 féll niđur heimild stjórnar félagsins til ađ hćkka hlutafé ţess međ áskrift nýrra hluta. Hér er lagt til ađ slík heimild verđi veitt ađ nýju og ađ stjórnin hafi svigrúm til ađ gefa út nýtt hlutafé allt ađ fjárhćđ 2.000.000.000 ađ nafnvirđi.

 

Um e-liđ

 

Ţarfnast ekki skýringar.

 

Um f-liđ

 

Hér er lagt til ađ d-liđur 3. mgr. 18. gr. samţykkta félagsins verđi felldur úr gildi en hann mćlir svo fyrir ađ samţykki allra hluthafa ţurfi til ţess ađ breyta tilgangi félagsins ađ verulegu leyti. Breytingartillagan stafar af ţví ađ ekki ţykir heppilegt ađ einstakur hluthafi geti haft synjunarvald um breytingar á samţykktum félagsins umfram ţađ sem lög áskilja.

 

Um g-liđ

 

Tilefni ţessarar breytingartillögu má rekja til laga nr. 89/2006 um breytingar á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvćmt lögum er frambjóđendum til stjórnar hlutafélaga nú skylt ađ leggja fram ákveđnar upplýsingar um sjálfa sig og hagsmunatengsl sem máli skipta. Međ ţađ fyrir augum ađ tryggja ađ ţessar reglur verđi ađgengilegar sem flestum er lagt til ađ reglurnar séu teknar upp í samţykktir félagsins.

 

Um h-liđ

 

Tilefni ţessarar breytingartillögu má rekja til laga nr. 89/2006 um breytingar á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Međ henni er skýrt kveđiđ á um ađ unnt sé ađ halda stjórnarfundi međ ađstođ rafrćnna miđla ađ svo miklu leyti sem ţađ samrćmist framkvćmd verkefna félagsstjórnar. Tekiđ skal fram ađ í framkvćmd hafa stjórnarmenn í félaginu stundum tekiđ ţátt í stjórnarfundum um síma. Međ breytingartillögunni er skotiđ styrkari stođum undir ţá framkvćmd.

 

Liđur 9 í dagskrá: Tillaga um endurnýjađa heimild félagsins til ađ kaupa eigin hluti

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf. leggur til ađ endurnýjuđ verđi heimild stjórnar samkvćmt 8. gr. samţykkta félagsins til ađ eiga og taka ađ veđi eigin hluti í samrćmi viđ ákvćđi VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtćki. Heimildin skal vera til 18 mánađa og takmarkast viđ ađ samanlögđ kaup hluta og veđsetning fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé bankans á hverjum tíma. Kaupverđ hluta skal vera lćgst 20% undir og hćst 10% yfir međalsöluverđi hluta í félaginu skráđu í Kauphöll Íslands á nćstliđnum tveimur vikum áđur en kaup voru gerđ. Međ samţykki tillögunnar fellur niđur fyrri heimild til kaupa á eigin hlutum sem samţykkt var síđasta ađalfundi félagsins.

 

Athugasemdir međ tillögunni

 

Samkvćmt 2. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög (sbr. einnig 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtćki) getur hlutafélag ađeins eignast eigin hlutu samkvćmt heimild hluthafafundar til handa félagsstjórn. Heimildin verđur ađeins veitt tímabundiđ og ekki til lengri tíma en átján mánađa en auk ţess er einungis heimilt ađ kaupa eigin hluti fyrir allt ađ 10% af heildarhlutafé viđkomandi félags. Ţar sem heimildin verđur ađeins veitt til 18 mánađa í senn hefur tillaga um slíka heimild veriđ lögđ fram til endurnýjunar á ađalfundum félagsins.

 

Stjórn Straums-Burđaráss Fjárfestingabanka hf.

 


Til baka