Stjórn
Icelandic Group hf., hefur
ákveðið að boða til hluthafafundar 16. janúar 2007. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum
og hefst hann kl. 11:00. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi málefni:
1.
Tillaga stjórnar
um heimild til lántöku með sérstökum skilyrðum samkvæmt VI.
kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Lántakan má vera allt að kr. 5.000.000.000 og
verði lánið víkjandi. Verði félagsstjórn heimilt að auka hlutafé félagsins með
útgáfu nýrra hluta að nafnvirði allt að kr. 1.100.000.000.
2.
Önnur mál.
Dagskrá
og endanlegar tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn liggja frammi á
skrifstofum félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir fundinn og eins verða
þær á heimasíðu félagsins (www.icelandic.is).
Fundargögn verða afhent
hluthöfum á fundarstað.