Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtćkjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveđnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvćn útgáfa
LSS
Frumvarp kynnt um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóđ sveitarfélaga   27.10.2006 12:56:28
Flokkur: Skuldabréfafréttir      Íslenska
Magnús Stefánsson félagsmálaráđherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag frumvarp til laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóđ sveitarfélaga

Magnús Stefánsson félagsmálaráđherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag frumvarp til laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóđ sveitarfélaga.

 

Lánasjóđurinn var stofnađur međ lögum nr. 35/1966 en starfar nú samkvćmt lögum nr. 136/2004. Sjóđurinn hefur frá stofnun veriđ óskipt sameign allra sveitarfélaga á Íslandi og hefur hann ţađ hlutverk ađ tryggja sveitarfélögum, stofnunum ţeirra og fyrirtćkjum lánsfé á hagstćđum kjörum međ veitingu lána eđa ábyrgđa. Efnahagur Lánasjóđs sveitarfélaga er traustur og er eigiđ fé hans u.ţ.b. 11,5 milljarđar króna (CAD-hlutfall 207%), samkvćmt upplýsingum frá félagsmálaráđuneytinu.

 

Međ setningu laga nr. 136/2004 var lagaumhverfi lánasjóđsins breytt til samrćmis viđ almenn starfsskilyrđi fjármálafyrirtćkja á fjármálamarkađi eftir ţví sem fćrt var, međal annars međ niđurfellingu á ákvćđum um árleg framlög til hans úr Jöfnunarsjóđi sveitarfélaga og frá ríkissjóđi. Í tengslum viđ niđurfellingu ţessara framlaga var beinum afskiptum ríkisins af rekstri lánasjóđsins hćtt og öll ábyrgđ á stjórn hans og rekstri fćrđ til sveitarfélaganna. Ţá var Lánasjóđi sveitarfélaga gert ađ starfa sem lánafyrirtćki samkvćmt lögum um fjármálafyrirtćki á grundvelli starfsleyfis Fjármálaeftirlitsins og undir eftirliti ţess og fékk hann starfsleyfi í ágúst 2005. Verđi frumvarp ţetta ađ lögum verđa tekin frekari skref í átt ađ ađlögun lánasjóđsins ađ almennum starfsskilyrđum fjármálafyrirtćkja.

 

Tillögur stjórnar Lánasjóđs sveitarfélaga um skiptingu eignarhalds, breytt rekstrarform og međferđ hlutafjár voru til umfjöllunar á ársfundi Lánasjóđs sveitarfélaga sem haldinn var á Akureyri 28. september 2006 og hlutu ţćr einróma samţykki eigenda sjóđsins. Megininntak frumvarpsins er eftirfarandi:

 

(a) Íbúafjöldi í sveitarfélögum á hverju ári frá 1967 ráđi skiptingu á ţeim hluta eigin fjár lánasjóđsins sem myndađur er af framlögum úr Jöfnunarsjóđi og ríkissjóđi á hverju ári frá stofnun lánasjóđsins, en útistandandi lán um áramót hvert ár ráđi skiptingu á ţeim hluta eigin fjár sem myndađur er af öđrum rekstrartekjum hvers árs ađ frádregnum rekstrarkostnađi,

 

(b) Lánasjóđi sveitarfélaga verđi breytt í opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaga í samrćmi viđ framangreinda skiptingu eigin fjár lánasjóđsins. Einnig veiti Alţingi heimild til ađ fćra eigiđ fé lánasjóđsins niđur um ţrjá milljarđa króna og skiptast ţeir fjármunir milli eigenda í hlutfalli viđ eignarhluti.

 

(c) félagiđ geti eingöngu veriđ í eigu sveitarfélaga og stofnana eđa fyrirtćkja ađ fullu í eigu ţeirra, hámarks atkvćđisréttur eins hluthafa miđist viđ 15% og ekki verđi nein viđskipti međ eignarhluti í tvö ár, ţ.e. til ársloka 2008.

 

(d) Sjóđurinn láni eingöngu til verkefna sem fela í sér ţjónustu í almannaţágu. Í ljósi ţess hlutverks hans ađ tryggja sveitarfélögum hagstćđustu lánskjör sem fáanleg eru á hverjum tíma er gert ráđ fyrir ađ tiltekin sérákvćđi sem um hann gilda verđi áfram í lögum. Um er ađ rćđa ákvćđi um skattfrelsi sjóđsins og um heimildir sveitarfélaga til ađ veita lánasjóđnum veđ í tekjum sínum til tryggingar fyrir veittum lánum.

 

 


Til baka