Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
LSS
Skilgreining eignarhalds á Lánasjóði sveitarfélaga   27.9.2006 15:40:11
Flokkur: Skuldabréfafréttir      Íslenska
Á yfirstandandi landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri verður í dag kynnt tillaga sem síðan verður lögð fyrir ársfund Lánasjóðs sveitarfélaga til afgreiðslu

Á yfirstandandi landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri verður í dag kynnt tillaga sem síðan verður lögð fyrir ársfund Lánasjóðs sveitarfélaga til afgreiðslu. Hún fjallar um skilgreiningu eignarhalds á sjóðnum, formbreytingu hans í opinbert hlutafélag og takmarkanir á meðferð eignarhluta, en samkvæmt núgildandi lögum er sjóðurinn óskipt sameign sveitarfélaganna og hefur svo verið frá því að hann tók til starfa á árinu 1967.

 

Tillagan er svohljóðandi:

 

“Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga haldinn á Akureyri 28. september 2006 samþykkir að fela stjórn sjóðsins  að vinna að breytingum á lagaumgjörð hans með það að markmiði að:

 

1.       Eignarhald sveitarfélaga á sjóðnum verði skilgreint í lögum þannig:

 

·          Að íbúafjöldi sveitarfélaga á hverju ári frá 1967 til 2004 myndi skiptihlutfall á þeim hluta eigin fjár, sem varð til með framlögum hvers árs úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og ríkissjóði.

 

·          Að lánsviðskipti sveitarfélaga miðað við útistandandi lán í árslok hvers árs frá 1967 til 2004 myndi skiptihlutfall á þeim hluta eigin fjár, sem myndaður var ár hvert með vaxtatekjum af útlánum að frádregnum rekstrarkostnaði.

 

2.       Stofnað verði opinbert hlutafélag um sjóðinn, sem eingöngu verði í eigu sveitarfélaga auk stofnana og fyrirtækja alfarið í þeirra eigu. Atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við 15% af heildarhlutafé.

 

3.       Lagðar verði hömlur á viðskipti með hluti í félaginu með þeim hætti að ekki verði hafin viðskipti með þá fyrr en reynsla er komin á rekstur sjóðsins í nýju félagsformi. Lagt er til að þeim hömlum verði létt af í fyrsta lagi við árslok 2008.”

 

Tillagan byggir að mestu á hugmyndum og tillögum Ólafs Nilssonar endurskoðanda og Þorsteins Þorsteinssonar framkvæmdastjóra sjóðsins sem fram koma í sameiginlegri skýrslu þeirra um málefnið til stjórnar sjóðsins.

 

Til að þau áform sem tillagan felur í sér nái fram að ganga er óhjákvæmilegt að breyta lagaumhverfi sjóðsins og þarf að leita eftir samvinnu við stjórnvöld um þær breytingar.

 

Jafnframt verður lögð áhersla á að með breyttri lagasetningu verði starfsgrundvöllur sjóðsins festur í sessi, en útlán hans miðast eingöngu við þau verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til samkeppnisrekstrar.

 

Eigið fé sjóðsins var 11,5 ma. kr. þann 30. júní sl. Með framangreindum reikningsaðferðum yrðu hluthafar sjóðsins öll íslensk sveitarfélög en þau eru 79 talsins. Reykjavíkurborg yrði stærsti hluthafinn með 17,472% hlutafjár, en Helgafellssveit og Skorradalshreppur þeir minnstu með 0,017% hvor.

 

 


Til baka