Stjórn
Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 31. ágúst 2006,
árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2006.
Fastafjármunir
nema í lok tímabilsins 30.637 milljónum kr. og veltufjármunir 4.177 milljónum
kr. Eignir eru samtals 34.814 milljónir kr. Skuldir og skuldbindingar
samstæðunnar nema 31.094 milljónum kr. og eigið fé í lok tímabilsins er 3.720
milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Velta samstæðunnar á tímabilinu var 1.196
milljónir kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 403 milljónir kr. en
tap varð af starfseminni sem nam samtals 937 milljónum kr. Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun
en gjaldfært gengistap vegna lána í erlendum gjaldmiðlum nam 688 milljónum kr.
Helstu lykiltölur úr samstæðuárshlutareikningi 30. júní 2006 eru birtar hér að neðan í þús.
króna.:
Reksturinn á tímabilinu
1. janúar til 30. júní 2006
|
1/1 -
30/6 06
|
1/1 -
30/6 05
|
1/1 -
30/6 04
|
Rekstrarreikningur
|
(´000)
|
(´000)
|
(´000)
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur
|
1.196.223
|
570.046
|
288.009
|
Rekstrarkostnaður fjárfestingaeigna
|
(138.928)
|
(42.570)
|
(7.991)
|
Laun og launatengd gjöld
|
(225.208)
|
(152.351)
|
(43.081)
|
Afskriftir
|
(36.564)
|
(12.638)
|
(3.135)
|
Annar rekstrarkostnaður
|
(364.343)
|
(141.063)
|
(95.599)
|
Matsbreyting fjárfestingaeigna
|
(28.147)
|
391.562
|
125.702
|
Rekstrarhagnaður
|
403.034
|
612.986
|
263.968
|
Hrein fjármagnsgjöld
|
(1.530.438)
|
(131.230)
|
(162.561)
|
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga
|
(7.332)
|
(830)
|
8.748
|
Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta
|
(1.134.736)
|
480.927
|
110.156
|
Reiknaður tekjuskattur
|
197.979
|
(86.205)
|
(20.558)
|
Tap (hagnaður) tímabilsins
|
(936.757)
|
394.722
|
89.588
|
Skipting taps (hagnaðar):
|
|
|
|
Hlutdeild hluthafa Nýsis
|
(747.024)
|
334.039
|
91.692
|
Hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga
|
(189.733)
|
60.683
|
(2.094)
|
|
|
|
|
Efnahagsreikningur
|
30/6/2006
|
31/12
2005
|
31.12.2004
|
Eignir:
|
|
|
|
Fastafjármunir
|
30.636.675
|
15.285.149
|
9.710.548
|
Veltufjármunir
|
4.177.104
|
1.063.842
|
284.993
|
Eignir samtals
|
34.813.779
|
16.348.991
|
9.995.541
|
|
|
|
|
Skuldir og eigið fé samtals:
|
|
|
|
Eigið fé
|
3.719.530
|
3.885.070
|
2.291.378
|
Langtímaskuldir
|
24.147.479
|
10.728.838
|
6.982.289
|
Skammtímaskuldir
|
6.946.769
|
1.735.083
|
721.874
|
|
|
|
|
Kennitölur og sjóðsteymi
|
|
|
|
Eiginfjárhlutfall
|
10,7%
|
23,8%
|
22,9%
|
Eiginfjárhlutfall með víkjandi láni
|
11,0%
|
24,5%
|
24,1%
|
Veltufjárhlutfall
|
0,60
|
0,61
|
0,39
|
|
|
|
|
Handbært fé frá rekstri (til rekstrar)
|
281.643
|
(78.355)
|
28.263
|
Árshlutareikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf
og dótturfélaga.
Í lok tímabilsins eru
dótturfélögin eftirfarandi: Nýsir fasteignir hf,
Fasteignastjórnun ehf. og Stofn fjárfestingarfélag ehf.
Dótturfélög Nýsis fasteigna
eru: Grípir ehf, Iði ehf,
Nýtak ehf, Engidalur ehf,
Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf,
Laugahús ehf., Teknikum ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf.
Dótturfélög Stofns
fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen
ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (81%), Sjáland ehf. (67%) og
Mostur (50%). Mostur er 100% eigandi Gránufélagsins ehf. og 70% eigandi Laxnesbúsins ehf.
Önnur dótturfélög Nýsis hf.
eru Nysir UK Limited, Nysir Danmark Aps og Nysir Malta Limited.
Öll þessi félög innifalin í
samstæðureikningi félagsins.
Nýsir er eigandi að nokkrum
hlutdeildarfélögum. Má þar nefna
Eignarhaldsfélagið Portus, Situs
ehf., Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf., Vivus ehf.,
Heilsuakademíuna ehf. og Austurgata ehf.
Þá keypti Nýsir hf. Mörkina ehf. í apríl 2006.
Félagið jók við tekjur sínar
vegna einkaframkvæmdar og fasteignareksturs og fóru tekjur af nokkrum eignum og
samningum að skila sér að fullu á tímabilinu, einkum í Danmörku og Bretlandi. Nysir Danmark Aps
keypti í febrúar s.l. tvö fasteignafélög í Danmörku, Jehl Aps Tietgens Have og Jehl Aps Atriumhuset og eru kaupin stærsta ástæðan fyrir hækkun á
efnahagsreikningi samstæðunnar. Auk
þessa var unnið að öflun nýrra verkefna með tilboðsgerð og samningaumleitunum,
bæði hér á landi og erlendis.
Framtíðaráform
Félagið hefur tekist á hendur
aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar, fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar
og rekstrarverktöku. Umsvif félagsins eru
að aukast mjög hratt og hefur það m.a. sótt mjög fram í Danmörku og Bretlandi. M.a. hefur félagið gert samning um kaup á
meirihluta hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon
og er velta þess um 6 milljarðar króna á ári.
Einnig hefur félagið unnið að verkefnaöflun á Möltu.
Haustið 2006 flytur félagið í
nýjar höfuðstöðvar sem eru í byggingu að Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði, nýr
leikskóli verður vígður á Sjálandi í Garðabæ og ný íþróttamiðstöð verður tekin
í notkun við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ.
Mikil uppbygging stendur
fyrir dyrum hjá félaginu. Má þar nefna
tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel o.fl. við
austurhöfnina í Reykjavík á vegum Eignarhaldsfélagsins Portus
ehf., sem Nýsir hf. er 50% eignaraðili að.
Einnig 14 þús. ferm. skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem Nýsir hf. mun
byggja á reitnum við austurhöfnina. Þá
stendur fyrir dyrum stækkun Egilshallar, áframhaldandi uppbygging íbúða fyrir
aldraða hjá Mörkinni ehf. við Suðurlandsbraut 58-62, íbúðabyggingar á vegum Gránufélagsins á Akureyri, uppbygging frístundabyggðar í
Hvammsvík í Kjós og Sælingsdal í Dölum.
Nýsir hf. eignaðist nýlega meirihluta hlutafjár í Golf ehf. sem mun
byggja upp golfvöll o.fl. austan Þorlákshafnar.
Nýsir hefur ásamt
samstarfsaðilum sínum, Operon og danska verktakafyrirtækinu
Pihl, lagt fram eitt af tveimur lokatilboðum í
byggingu og rekstur 10 skóla í einkaframkvæmd í Skotlandi, og er niðurstöðu
verkkaupa beðið.
Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2006 er um 2.800 milljónir kr.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórarinsson stjórnarformaður Nýsis hf í síma 540-6386 og Sigfús Jónsson framkvæmdarstjóri í
síma 540-6385.