Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
SAEP
Eignarhaldsfélagið Bolar - 6 mánaða uppgjör 2006   31.8.2006 09:23:12
Flokkur: Afkomufréttir   Skuldabréfafréttir      Íslenska
 Eignarhaldsfélagið Bolar 2Q 2006.pdf
Tap að upphæð kr

Tap að upphæð kr. 8,6 milljónir kr varð af rekstri Eignarhaldsfélagsins Bolar ehf. á fyrri árshelmingi 2005 en á sama tímabili í fyrra var 488,4 milljón króna hagnaður af starfseminni. Við samanburð á milli ára er rétt að hafa í huga að verulegar breytingar urðu á starfsemi félagsins vorið 2005 en þá seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. eins og fram kom í fréttatilkynningu frá félaginu 3. maí 2005 og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu.

 

Endurskoðað uppgjör  samstæðu Eignarhaldsfélagsins Bolar ehf. fyrir fyrstu 6 mánuði var samþykkt á stjórnarfundi 30. ágúst 2005.

 

Eftirfarandi tafla sýnir helstu niðurstöður úr samstæðureikningskilum Eignarhaldsfélagsins Bola ehf.

 

Upphæðir í þús kr, verðl. hvers árs

2006

2005

1/1 – 30/6

1/1 – 30/6

Tekjur

887.179

799.636

Rekstrargjöld

857.360

728.828

Vergur hagnaður, (EBITDA)

78.952

70.808

EBITDA, %

8,90%

8,85%

Afskriftir

49.133

51.165

Hagn.(tap) f. fjármagnsliði (EBIT)

29.819

19.643

EBIT, %

3,36%

2,45%

Fjármagnsgjöld

-35.049

-90.399

Söluhagnaður eignarhluta í félögum

0

656.043

Hagnaður (tap) f. skatta

-5.230

585.287

Skattar

-3.356

-96.935

Hlutdeild minnihluta

0

0

 

 

 

Önnur gjöld

0

0

 

 

 

Hagnaður (tap) ársins

-8.587

488.352

 

 

 

Veltufé frá rekstri

206.288

-27.209

 

 

 

Efnahagur

30. 6. 2006

30.6.2005

Fastafjármunir

1.560.156

1.407.777

Veltufjármunir

1.098.514

1.431.880

Eignir samtals

2.658.670

2.839.657

Eigið fé

759.013

742.907

-þar af hlutafé

135.323

135.323

Víkjandi lán móðurfélags

0

0

Skuldbindingar

212.281

123.057

Langtímaskuldir

1.173.709

1.383.974

Skammtímaskuldir

513.667

589.719

Skuldir samtals

1.899.670

2.096.750

Skuldir og eigið fé

2.658.670

2.839.657

 

 

 

Helstu kennitölur

30. 6. 2006

30.6.2005

Eiginfjárhlutfall

28,55

26,00%

Veltufjárhlutfall

2,14

2,43

 

 

 

 

Rekstur samstæðu Eignarhaldsfélagsins Bolar ehf. samanstendur af þremur  rekstrarfélögum Sæplast Norge AS, Sæplast Ålesund AS. og Sæplast Canada Inc. auk móðurfélagsins. Ákveðið var að sala á Sæplasti Canada Inc. til Promens hf. sem tilkynnt var fyrr á árinu gengi til baka en félagið er rekið í samvinnu við rekstur Promes félaganna í Norður Ameríku. Rekstrartekjur dótturfélaganna þriggja ásamt tekjum af starfsemi móðurfélagsins voru 887,2 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 79,0 milljónir króna eða 8,9% og skiluðu öll dótturfélögin jákvæðri EBITDA. Sambærileg EBITDA á sama tímabili í fyrra var 12,1 milljón krónur eða 1,6% og hefur þá verið tekið tillit til þess að 58,8 milljónir króna af tekjum og EBITDA á sama tímabili í fyrra voru tilkomin vegna sölu eigna. Hrein fjármagnsgjöld námu 35,0 milljónum króna, tap fyrir skatta var 5,2 milljónir króna og tap tímabilsins eftir skatta 8,6 milljónir króna.

 

Niðurstöður efnahagsreiknings eru 2.659  milljónir króna þar af eigið fé 759,0 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 28,6%.

 

Umtalsverður bati var á rekstri dótturfélaganna á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil á s. l. ári og skiluðu þau öll jákvæðri EBITDA framlegð og tvö þeirra Sæplast Ålsund og Sæplast Canada voru rekin með hagnaði. Veruleg umskipti hafa orðið í rekstri Sæplast Ålesund og skilaði félagið ágætum hagnaði. Tekjur félagsins hafa aukist milli ára og er verkefnastaða þess mjög góð. Ljóst er því að þær fjölmörgu endurbætur sem unnið var að á síðasta ári hafa skilað tilætluðum árangri. Hagnaður varð af rekstri Sæplast Canada  á tímabilinu og verulegur árangur hefur náðst í þeim hagræðingaraðgerðum sem unnið hefur verið að á undanförnum misserum. Mikil árstíðabundin sveifla er í tekjum félagisins en mjög stór hluti framleiðsluvaranna eru ker fyrir fiskiðnað og er unnið að því að minnka þessar sveiflur. Á fyrstu mánuðum ársins var nýr tækjabúnaður til framleiðslu á fríholtum að fullu tekinn í notkun í verksmiðju Sæplast Norge en búnaðurinn hafði verið smíðaður á s.l. ári. Jafnframt voru gerða umtalsverðar breytingar á ýmsum öðrum tækjabúnaði verksmiðjunnar. Í framhaldi af því að hinn nýji tækja búnaður var tekinn í notkun var ákveðið að einfalda vöruframboð félagsins og hætta framleiðslu á vörum sem framleiddar voru í tækjum sem ekki stóð til að endurnýja. Leiddi það til umtalsverðrar fækkunar á starfsmönnum í framleiðsludeild fyrirtækisins sem kemur til framkvæmda nú í ágúst. Hinn nýji tækjabúnaður hefur fyllilega staðið undir væntingum og hafa þær vörur sem í honum eru framleiddar fengið mjög góðar viðtökur á markaði.

 

Nánari upplýsingar veitir Geir A. Gunnlaugsson í síma 460 5055 eða 892 8040.

 


Til baka