Hagnaður Opin Kerfi Group hf.
eftir skatta 46,1 mkr.
Stjórn Opin Kerfi Group hf. hefur gengið frá
árshlutareikningi félagsins fyrir tímabilið 1.
janúar–30. júní 2006 og hefur hann fengið
fyrirvaralausa könnunaráritun löggiltra endurskoðenda
þess.
Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi
við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS.
í milljónum
króna
|
Árshluti
|
|
2006 jan-jún
|
2005 jan-jún
|
Rekstur:
|
|
|
Rekstrartekjur
|
6.452
|
5.635
|
Rekstrargjöld án
afskrifta
|
(6.309)
|
(5.459)
|
Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA)
|
143
|
177
|
Afskriftir
|
(42)
|
(38)
|
Rekstrarhagnaður (EBIT)
|
101
|
138
|
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
|
(49)
|
(30)
|
Hagnaður fyrir tekjuskatt
|
51
|
108
|
Tekjuskattur
|
(5)
|
(22)
|
Hagnaður tímabilsins
|
46
|
86
|
|
|
|
|
30.6. 2006
|
31.12.2005
|
Efnahagur:
|
|
|
Fastafjármunir
|
2.758
|
2.122
|
Veltufjármunir
|
2.890
|
2.812
|
Eignir samtals
|
5.648
|
4.934
|
Eigið fé
|
1.750
|
1.465
|
Langtímaskuldir
|
1.281
|
1.060
|
Skammtímaskuldir
|
2.616
|
2.409
|
Eigið fé og skuldir samtals
|
5.648
|
4.934
|
|
|
|
Sjóðstreymi:
|
2006 jan-jún
|
2005 jan-jún
|
Handbært fé frá (til) rekstrar
|
26
|
(108)
|
|
|
|
Kennitölur:
|
|
|
Veltufjárhlutfall
|
1,10
|
1,17
|
Eiginfjárhlutfall
|
31,0%
|
29,7%
|
Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli
|
6,3%
|
15,5%
|
Rekstrartekjur Opin Kerfi
Group hf. vaxa um 14,5% milli ára
Heildarvelta Opin Kerfi Group á fyrri helmingi
ársins 2006 var 6.452 milljónir króna, samanborið
við 5.635 milljónir á sama tíma í fyrra. Um 74% teknanna eiga nú uppruna
sinn í erlendri starfsemi félagsins en 68% á sama
tíma í fyrra. 75%
tekna eru frá sölu vél- og hugbúnaðar en 25% eru
þjónustutekjur.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) var 143 milljónir króna, samanborið við 177
milljónir króna árið áður, en
lækkunin er aðallega vegna breytinga á niðurstöðunni
í Danmörku á milli ára. Forráðamenn félagsins
gera þó ráð fyrir að EBITDA ársins í
heild verði töluvert meiri en á fyrra ári. Þekktar
árstíðabundnar sveiflur í rekstrinum gera
það að verkum að þriðji árshluti er
ávallt slakur, en síðasti fjórðungur sterkur, sem
skilar þá seinni árshelmingi sem er að öðru
jöfnu töluvert betri en sá fyrri.
Hagnaður samstæðunnar eftir skatta var 46
milljónir króna á tímabilinu, en var á fyrra
ári 86 milljónir króna. Eigið fé félagsins er
1.750 mkr., eiginfjárhlutfall er 31% og arðsemi eigin fjár
á ársgrundvelli var 6,3%. Fjöldi starfsmanna er um 450.
Af
dótturfélögunum
Opin Kerfi
Group hf. samanstendur af móðurfélaginu, tveimur
eignarhaldsfélögum og þremur rekstrarfélögum sem
eru: Opin kerfi ehf., Kerfi AB í Svíþjóð og
Kerfi A/S í Danmörku.
Opin kerfi ehf.
Velta Opinna kerfa ehf. hefur aðeins dregist saman
milli ára, er nú 1.691 milljón króna en var
á fyrri helmingi síðasta árs um 1.786
milljónir. Samdrátturinn er nokkuð jafn milli sviða.
EBITDA hagnaður nú er rúmar 105
milljónir króna, sem er í samræmi við
áætlanir, en var fyrir sama tímabil í fyrra
tæpar 118 milljónir.
Forstjóri
Opinna kerfa ehf. er Gylfi Árnason, en Agnar Már Jónsson
sagði starfi sínu lausu í júní
síðastliðnum.
Kerfi
AB
Velta Kerfi AB í íslenskum krónum
talin, hefur aukist á milli árshelminga úr 3.350
milljónum króna 2005 í 3.502 milljónir króna
nú. Vörusalan hefur
nánast staðið í stað milli ára og
vöxturinn því komið fram í þjónustutekjum. EBITDA hagnaður hefur aukist
lítillega á milli ára, úr 69 milljónum
króna í fyrra í 70 milljónir króna í
ár.
Samdráttur í vörusölu var
töluverður á árinu 2005, og var því
mætt með niðurskurði í kostnaði við
vörusölu, sem nú er að skila sér. Hluti af vextinum
í þjónustutekjum kemur frá
rekstrarþjónustu (outsourcing) tölvukerfa
sveitarfélaga, en það hefur krafist mikils upphafskostnaðar
sem gjaldfærður er jafnharðan. Afkoman af
þjónustustarfseminni mun því batna mjög á
síðari hluta ársins og til frambúðar.
Horfur í Svíþjóð eru
á að tekjur á síðari árshluta muni
áfram aukast miðað við fyrra ár, og að afkoman
muni verða betri en í fyrra.
Forstjóri
Kerfi AB er Anders Fredholm, en hann tók við af Anders Grönlund
í febrúar síðastliðnum.
Kerfi A/S
Kerfi A/S hefur vaxið mikið milli ára.
Velta í íslenskum krónum á fyrri árshelmingi
nú er 1.260 milljónir en var á sama tímabili
í fyrra 504 milljónir.
Aukningin er að mestu tilkomin vegna kaupa og samruna tveggja
fyrirtækja á seinni hluta síðasta árs. Meðal starfsmanna í
þeim yfirtökum voru þrír millistjórnendur sem
sögðu allir upp í janúar
síðastliðnum.
Sameining fyrirtækjanna hefur því ekki gengið sem
ætlað var og er það ein skýringin á
því að EBITDA á fyrri helmingi ársins er
neikvæð um 18 milljónir króna en var jákvæð
í fyrra um 21 milljón króna. Einnig má nefna að danski
markaðurinn hefur einkennst af grimmri verðsamkeppni sem m.a. hefur
dregið stór fyrirtæki í upplýsingatækninni
í gjaldþrot.
Nú er búið að manna
stjórnunarstöðurnar með nýju fólki og
sameiningarferli að mestu lokið.
Því er gert ráð fyrir mun betri afkomu á
síðari helmingi ársins, en á þeim fyrri.
Forstjóri
Kerfi A/S er Carsten Egeberg.
Árshlutareikninginn
í heild sinni, með nánari skýringum og
sundurliðunum, má finna á heimasíðu
félagsins, www.okg.is.
Í stjórn Opin
Kerfi Group hf. sitja Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður, Skúli
Valberg Ólafsson varaformaður, Bjarni Birgisson, Vilhjálmur
Þorsteinsson og Örn Karlsson.
Gylfi Árnason (gylfi.arnason@okg.is) er forstjóri Opin Kerfi Group hf. og Birgir Sigurðsson (birgir.sigurdsson@okg.is) er framkvæmdastjóri
fjármála. Þeir veita nánari
upplýsingar, síminn er 570-1000.