Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
NYHR
Nýherji - 6 mánaða uppgjör   21.7.2006 16:11:04
Flokkur: Afkomufréttir      Íslenska
 Nýherji - 6 mánaða uppgjör.pdf
Merging of Shares from Share Offering in June 2006

Tekjur vaxa um 55% og EBIDTA var 154 mkr í ársfjórðungnum

 

 

·          Tekjur Nýherja hf. í öðrum ársfjórðungi 2006 voru 2.123 mkr og jukust um 55% frá sama ársfjórðungi árið á undan.

·          Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) af starfseminni var 154,2 mkr á öðrum ársfjórðungi 2006 eða 7,3% en var 60 mkr og 4,3% á sama tíma í fyrra.

·          Hagnaður Nýherja hf. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 29,4 mkr samanborið við 21 mkr á sama tímabili árið áður. 

·          Tekjur af vörusölu og tengdri þjónustu námu 1.384 mkr og skilaði sú starfsemi félagsins 71 mkr í rekstrarhagnað.

·          Tekjur af hugbúnaði, ráðgjöf og tengdri þjónustu námu 757 mkr í fjórðungnum en rekstrarhagnaður af þeirri starfsemi var 59 mkr.

·          Nýherji hf. seldi 21. júní sl. eigin bréf, samtals 23.093.138 hluti á genginu 14. Eftir kaupin á Nýherji tæp 10% af eigin bréfum.

·          Viðskiptablaðið Börsen valdi AppliCon A/S, dótturfélag Nýherja, sem fimmta besta upplýsingatæknifyrirtæki Danmerkur.  Breska tímaritið The Banker verðlaunaði innleiðingu AppliCon ehf. á SAP lausn fyrir kjarnabankastarfsemi KB banka.

 

 

Um rekstur annars árfjórðungs

 

Tekjur Nýherja á öðrum ársfjórðungi voru 2.123 mkr en námu 1.373 mkr á sama tíma í fyrra.  Hagnaður Nýherja á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og afskriftir var 29.4 mkr.  Rekstrarhagnaður af starfseminni nam 129,4 mkr, en fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir nam rekstrarhagnaðurinn (EBITDA) 154.1 mkr í ársfjórðungnum og jókst því um 94.2 mkr frá árinu áður.  

 

Öflug markaðssókn var á netþjónum, miðlægum hugbúnaði,  gagnageymslum og IP símkerfum og var sala vel umfram áætlun á tímabilinu. Félagið samdi um stóra uppsetningu á IBM netþjónum og gagnageymslubúnaði við barnaspítala í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og setti upp stækkun á tölvubúnaði CCP í Bretlandi. Vaxandi sala er á Lotus hugbúnaði og var gengið frá samningum við Icelandair og fleiri aðila um innleiðingu á IBM Lotus Workplace hugbúnaði.  Nýherji hóf innflutning á hraðbönkum frá bandaríska fyrirtækinu DieBold og setti í ársfjórðungnum upp fyrstu hraðbankana hjá bönkum hérlendis. Mikil eftirspurn er hjá Umsjá Nýherja eftir hýsingar- og rekstrarþjónustu auk hýstrar IP símaþjónustu og hafa margir viðskiptavinir nýtt sér þá nýju tækni. Í ágústmánuði mun Nýherji opna sölu- og þjónustuskrifstofu í húsi Kaupangs á Akureyri.

 

Afkoma á fyrri árshelmingi

 

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru tekjur Nýherja 4.032 mkr en námu 2.796 mkr árið á undan, og er tekjuaukning því 44% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 312.6 mkr eða 7,8%, en var 100.7 mkr á fyrri helmingi liðins árs. Hagnaður tímabilsins eftir skatta er því 83,7 mkr.

Tekjur af vörusölu og tengdri þjónustu voru 2.626 mkr og skilaði sú starfsemi 129 mkr í rekstrarhagnað. 

Tekjur af hugbúnaði, tengdri þjónustu og ráðgjöf námu 1.424 mkr  og rekstrarhagnaður af þessari starfsemi var 123 mkr á fyrri árshelmingi. Tekjurnar jukust um 807 mkr á milli ára sem að hluta má rekja til kaupa á danska fyrirtækinu AppliCon A/S. 

 

Fjármagnsgjöld

 

Fjármagnsgjöld Nýherja hf. í öðrum ársfjórðungi námu 92,2 mkr en voru 16,2 mkr á sama tíma í fyrra.  Hækkun fjármagnsgjalda skýrist að hluta af kostnaði við fjármögnun á eigin bréfum félagsins en um helmingur þeirra var seldur aftur í lok júní. Einnig hefur áhrif óhagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar innan ársfjórðungsins. 

 

Sala á eigin bréfum og þróun eigin fjár

 

Nýherji seldi þann 21. júní sl. núverandi hluthöfum eigin bréf, samtals 23.095.000 hluti á genginu 14.  Við söluna lækkaði eignarhlutur félagsins í sjálfu sér í tæp 10%. Eigið fé Nýherja þann 30. júní 2006 var 1.164,7 mkr.

 

Dótturfélög

 

Mikill vöxtur og góð afkoma einkenndi rekstur hugbúnaðarfyrirtækisins AppliCon Holding ehf. í ársfjórðungnum.  Umsvif AppliCon ehf. hafa vaxið verulega, bæði vegna þjónustu á sviði SAP og Microsoft hugbúnaðar. Lokið var við fyrsta áfanga á innleiðingu SAP fjárhagskerfis fyrir Samskip og áfram var unnið að innleiðingu ýmissa SAP bankalausna fyrir íslenska og erlenda viðskiptavini í fjármálastarfsemi.  Rekstur AppliCon A/S í Danmörku gekk vel og valdi viðskiptablaðið Börsen AppliCon A/S sem fimmta fremsta fyrirtækið á sviði upplýsingatækni í Danmörku.  Þá var innleiðing AppliCon á lausn fyrir kjarnabankastarfsemi KB banka verðlaunuð af breska fagtímaritinu The Banker sem framsæknasta upplýsingatækniverkefni ársins 2006.

Starfsmönnum AppliCon fjölgaði á tímabilinu og er verkefnastaða góð á innlendum og erlendum mörkuðum félagsins. Í Bretlandi hefur félagið stofnað AppliCon Solutions Ltd. og hefst starfsemi þess í ágústmánuði. Á breska markaðnum verður einkum lögð áhersla á SAP ráðgjöf og hugbúnaðarþjónustu fyrir fjármálafyrirtæki. Einnig hefur stjórn Nýherja ákveðið að stofna á árinu fyrirtæki um rekstur AppliCon í Svíþjóð.

 

Rekstur dótturfélagsins ParX ehf. viðskiptaráðgjöf IBM var samkvæmt áætlun í ársfjórðungnum.  Félagið vann að fjölþættum ráðgjafaverkefnum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög, m.a. að hagrænni úttekt á Reykjavíkurflugvelli fyrir samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.  Verkefnastaða ParX viðskiptaráðgjafar er góð.

 

Horfur

 

Mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum og þjónustu félagsins á fyrri árshelmingi sem endurspeglast vel í 44% tekjuaukningu.  Áætlanir gera ráð fyrir að afkoma af rekstri félagsins verði áþekk á síðari árshelmingi og hún var á þeim fyrri.

 

Aukið hlutfall tekna Nýherja byggir á þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu hugbúnaðar. Jafnframt fara tekjur í erlendri mynt vaxandi og eykur hvorutveggja stöðugleika í rekstrarafkomu félagsins.

 

Samþykkt stjórnar

 

Á stjórnarfundi Nýherja hf. í dag 21. júlí 2006 samþykkti stjórn félagsins árshlutareikning annars ársfjórðungs 2006 sem hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.

 

 

Um Nýherja

 

Nýherji er markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og ráðgjafar.  Hlutverk Nýherja er að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsfólks á upplýsingatækni, rekstri og viðskiptavinum.  Félagið er eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með víðtækt framboð af vörum, þjónustu og lausnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.  

 

Stjórn félagsins skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Árni Vilhjálmsson og Guðmundur Jóh. Jónsson.  Forstjóri félagsins er Þórður Sverrisson og veitir hann nánari upplýsingar í síma 569 7711 / 893 3630.  Heimasíða Nýherja er www.nyherji.is.

 


Til baka