Stjórn
Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 5. apríl 2006, ársreikning samstæðunnar
fyrir árið 2005.
Fastafjármunir
námu í árslok 15.285 milljónum kr. og veltufjármunir 1.064 milljónum kr. Eignir voru samtals 16.349 milljónir kr.
Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 12.464 milljónum kr. og eigið fé í
árslok er 3.885 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Velta samstæðunnar á árinu var 1.358
milljónir kr. og varð hagnaður af starfseminni sem nam samtals 1.623 milljónum
kr.
Helstu lykiltölur úr samstæðuársreikningi
2005 eru birtar hér að neðan í þús. króna.:
|
2005
|
2004
|
Rekstrarreikningur:
|
|
|
Rekstrartekjur
|
1.358.443
|
678.456
|
Matsbreyting fjárfestingareigna
|
1.934.582
|
793.205
|
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna
|
(100.957)
|
(39.771)
|
Annar rekstrarkostnaður
|
(485.449)
|
(164.281)
|
Rekstrarhagnaður
|
2.328.869
|
1.098.120
|
Fjármagnsliðir
|
(344.215)
|
(70.767)
|
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga
|
(5.350)
|
5.396
|
Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta
|
1.979.305
|
1.032.749
|
Reiknaður tekjuskattur
|
(355.946)
|
(188.834)
|
Hagnaður ársins
|
1.623.359
|
843.915
|
|
|
|
Skipting hagnaðar:
|
|
|
Hlutdeild hluthafa í Nýsi hf.
|
1.340.024
|
740.674
|
Hlutdeild minnihluta
|
283.335
|
103.241
|
Alls
|
1.623.359
|
843.915
|
|
|
|
Efnahagsreikningur:
|
|
|
Eignir:
|
|
|
Fastafjármunir
|
15.285.149
|
9.710.548
|
Veltufjármunir
|
1.063.842
|
284.992
|
Eignir samtals:
|
16.348.991
|
9.995.540
|
|
|
|
Eigið fé og skuldir:
|
|
|
Eigið fé
|
3.885.070
|
2.291.378
|
Langtímaskuldir
|
10.728.838
|
6.982.289
|
Skammtímaskuldir
|
1.735.083
|
721.874
|
Skuldir samtals:
|
12.463.921
|
7.704.163
|
Eigið fé og skuldir alls:
|
16.348.991
|
9.995.540
|
|
|
|
Kennitölur og sjóðstreymi:
|
|
|
Eiginfjárhlutfall
|
23,8%
|
22,9%
|
Veltufjárhlutfall
|
0,61
|
0,39
|
|
|
|
Veltufé frá rekstri:
|
101.582
|
91.097
|
Reksturinn á árinu 2005
Ársreikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og
dótturfélaga. Í árslok eru dótturfélögin
Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. (Nýsir FM), Stofn
fjárfestingarfélag ehf. og Nysir UK.
Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. eru (öll 100%): Grípir ehf., Þekkur
ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf., Hafnarslóð ehf.,
Laugahús ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf.
Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (75%), Faxafen (50%), Hraðbraut
(50%) og Salus (50%) og Mostur ehf
(50%). Dótturfélag Mosturs ehf er
Gránufélagið ehf.
Dótturfélag Nysir UK er NYOP Ruthin Limited.
Eru öll ofangreind félög innifalin í samstæðureikningnum.
Nýsir hf. er 50% eignaraðili að Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem vann
á árinu samkeppni um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfnina
í Reykjavík, ásamt uppbyggingu á hóteli og fleiri mannvirkjum á svæðinu.
Á árinu var stofnað Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf. í eigu Nýsis hf. 50%
og Mosfellsbæjar 50%. Verkefni
félagsins er eignarhald á Íþróttamiðstöð við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ sem opnuð
verður í ágúst 2006.
Í árslok 2005 var samþykkt
kauptilboð Nýsis hf. í tvö fasteignafélög í Danmörku, þ.e. Jehl ApS Tietgens
Have og Jehl Aps Atrium Huset. Samningur
um kaupin var undirritaður í febrúar á þessu ári. Um er að ræða tvær fasteignir sem eru til
samans um 62 þús. fermetrar. Titigens
Have er leigt danska ríkinu fyrir skatta- og tollyfirvöld en Atriumhuset er
leigt ýmsum þjónustufyrirtækjum. Áformað er að auka leigutekjur þessara félaga
og bjóða þeim og öðrum væntanlegum viðskiptavinum alhliða fasteignastjórnun, en
stofnað verður sérstakt dótturfélag um fasteignastjórnun í Danmörku á árinu
2006.
Í Bretlandi var stofnað vorið 2005
dótturfélag Nýsis hf.sem nefnist Nysir UK Limited. Það félag stofnaði síðan fyrir árslok 2005
tvö félög, þ.e. NYOP Ruthin Limited sem er að fullu í eigu Nysir UK Limited og
NYOP Education (Yorkshire) Limited sem er 49% í eigu Nysir UK Limited. Félögin tvö eru verkefnisfélög um tvö
einkaframkvæmdarverkefni sem voru keypt á árinu, annað um ráðhús, skrifstofuhúsnæði
o.fl. í Ruthin, Wales, alls 10 þús. ferm. og hitt um 4 skóla í Yorkshire, alls
um 8 þús. ferm. Gengið var að fullu frá
samningum um Ruthin verkefnið í desember 2005 en um verkefnið í Yorkshire í
janúar 2006. NYOP Ruthin Limited er fært
sem dótturfélag í efnahagsreikning í lok árs 2005 en NYOP Education (Yorkshire)
Limited sem hlutdeildarfélag.
Dulheimar ehf. og
Huliðsheimar-Vættabyggð ehf. eru félög sem Nýsir hf. gerðist hluthafi í á árinu
og eru þau rekstrarfélag og fasteignafélag um væntanlegan skemmti- og
fræðslustað þar sem forn heimsmynd germanskra manna (Ásatrú) verður gerð
ljóslifandi með nútímatækni.
Mostur ehf. er félag sem stofnað var á árinu um uppbyggingu og þróun
byggingarsvæða, kaup og sölu fasteigna og útleigu þeirra. Félagið er 50% í eigu
Nýsis hf. Mostur keypti á árinu SS
leiguíbúðir ehf. á Akureyri og breytti nafni félagsins í Gránufélagið ehf.
Í október 2005 var samþykkt samkomulag milli Nýsis hf. og Midi.is
ehf. Á grundvelli þess var stofnað
félagið Miðakaup ehf. og á Nýsir 88% hlutafjárins en virkur eignarhluti Nýsis í
Midi.is er 71%.
Austurbæjarbíó var keypt á árinu og er ætlunin að endurbyggja það og efla
starfsemina í húsinu.
Breytingar á reikningsskilaaðferðum
Ársreikningur samstæðu Nýsis hf er gerður í samræmi við lög um
ársreikninga. Frá og með árinu 2007 mun
félagið taka um alþjóðlega reikningsskilastaðla. Undirbúningur félagsins vegna þess er hafinn
en áætlað er að breytingar vegna þess á afkomu og efnahag verði ekki verulegar
þar sem félagið metur fjárfestingareignir sínar á gangvirði með svipuðum hætti
og krafist er í alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 40 um fjárfestingareignir
(IAS 40). Framsetning reikningsskila mun
hins vegar að einhverju leyti breytast við upptöku alþjóðlegu staðlanna.
Framtíðaráform
Félagið hefur tekist á hendur aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku, bæði
innanlands og erlendis. Nýlega voru stofnuð dótturfyrirtæki Nýsis í Danmörku
og á Möltu vegna aukinna umsvifa þar. Í
farvatninu eru ný verkefni í Bretlandi.
Stefna stjórnenda félagsins er að auka enn frekar fjárfestingar og
umsvif félagsins erlendis.
Innanlands verður stæsta verkefni félagsins á næstu árum uppbygging
tónlistar- og ráðstefnuhúss, hótels og fleiri mannvirkja við austurhöfnina í
Reykjavík. Hafin er stækkun Egilshallar
sem mun efla hana sem miðstöð íþrótta og afþreyingar fyrir norðurhluta
höfuðborgarsvæðisins. Á árinu 2006
verður tekin í notkun ný leikskólabygging á Sjálandi í Garðabæ, ný íþróttamiðstöð
við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ og nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir félagið að
Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði. Unnið verður að öflun fleiri verkefna
innanlands og erlendis og gerðir hafa verið samningar um frekari fjárfestingar
í fasteignum og uppbyggingu á landsvæðum, m.a. fyrir frístundahús.
Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2006 mun verða 2,5-3,0
milljarðar króna.
Nánari upplýsingar veitir Sigfús Jónsson, framkvæmdarstjóri félagsins í
síma 899-7802 eða 540-6380.