Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtćkjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveđnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvćn útgáfa
EIK
Eik fasteignafélag - Ársuppgjör 2005   26.1.2006 15:32:03
Flokkur: Afkomufréttir   Skuldabréfafréttir      Íslenska
 Eik fasteignafélag 12 2005.pdf
Öruggur vöxtur Eikar fasteignafélags hf

Öruggur vöxtur Eikar fasteignafélags hf. hélt áfram áriđ 2005, eins og stađfestur ársreikningur félagsins sýnir ótvírćtt fram á. Helstu lykiltölur eru eftirfarandi í milljónum króna:

 

 

 

31.12.2005

31.12.2004

31.12.2003

31.12.2002

Velta

897,4

641,2

331,2

77,6

EBITA

626,8

404,2

266,9

65,6

Hagnađur fyrir skatta

756,6

250,8

88,0

22,6

Hagnađur eftir skatta

626,8

208,9

72,1

18,5

Arđsemi eiginfjárs

60%

28%

18%

23%

Heildareignir

12.263,1

7.658

3.766,8

2.595,7

Eigiđ fé

1.646,0

960,4

590,6

318,5

Eigiđ fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbinding

2.350,9

1.513,6

850,9

560,6

Hlutfall eiginfjár, víkjandi lána og tekjuskattsskuldbindingar 

19,2%

19,8%

21,7%

20,8%

Eiginfjárhlutfall

13,4%

12,5%

15,7%

12,3%

Handbćrt fé frá rekstri

253,0

258,1

156,2

36,5

 

 

Starfsemi Eikar fasteignafélags hf. snýst um kaup, rekstur og útleigu atvinnuhúsnćđis. Áriđ 2005 bćttust 24.000 fermetrar í eignarsafn félagsins. Tekjur Eikar námu 897 milljónum króna, ţar af voru tekjur í erlendum myntum um 151 milljón króna. Lykiltölur ársins 2005 og samanburđartölur frá árunum 2004, 2003 og 2002 sýna fram á mjög sterka stöđu Eikar fasteignafélags.

 

Virđisútleiguhlutfall (e. economic vacancy ratio) var 95% í lok ársins sem er mjög gott. Flestar fasteignir félagsins eru í beinni eigu ţess. Ţá á Eik ţrjú dótturfélög: Skeifuna 8 ehf, Klapparstíg 27 ehf og Sćtún 8 ehf, en dótturfélögin eru rekin í kringum rekstur samnefndra fasteigna. Ţá á Eik 47,8% hlut í fćreyska fasteignafyrirtćkinu P/f Fastogn. Heildarfjöldi fasteigna Eikar fasteignafélags hf. er 51, ef erlendu eignirnar eru taldar međ. Heildarverđmćti eignasafns Eikar er 12.263 milljónir króna.

 

Breytt reikningsskilaađferđ

Ársreikningurinn er gerđur á grundvelli kostnađarverđs, ađ ţví undanskildu ađ fjárfestingareignir eru fćrđar á gangvirđi. Ársreikningurinn er gerđur eftir sömu reikningsskilaađferđum og áriđ áđur, nema hvađ fasteignir sem nýttar eru af móđurfélagi eru nú fćrđar međal fjárfestingareigna, í samrćmi viđ ákvćđi alţjóđlegs reikningsskilastađals 40.

 

Eignir móđurfélagsins voru áđur fćrđar međal rekstrarfjármuna. Ţetta hafđi ţau áhrif á efnahagsreikninginn 2004 ađ fjárfestingaeignir hćkkuđu um 550 milljónir króna; rekstrarfjármunir lćkkuđu um 466 milljónir króna og tekjuskattsskuldbinding hćkkađi um 14 milljónir króna. Áhrif á rekstur voru ţau ađ matsbreyting í rekstri hćkkađi um 47 milljónir króna og varđ 21 milljón króna; afskriftir lćkkuđu um 5 milljónir króna; tekjuskattur í rekstri jókst um 9 milljónir. Birt eigiđ fé í ársreikningi 2004 nam 960 milljónum. Hćkkun vegna fćrslu fasteigna í markađsverđ, miđađ viđ upphaf árs 2004 var 27 milljónir króna og hćkkun á afkomu nam 43 milljónum króna. Eigiđ fé í lok árs 2004 varđ ţví 1.030 milljónir króna.

 

Samanburđarfjárhćđum hefur veriđ breytt samhliđa ţví sem ađ ofan greinir í ársreikningi ársins 2005, en lykiltölurnar í töflunni hér ađ ofan eru ţćr sömu og voru samţykktar af stjórn félagsins hverju sinni.

 

Fjárfestingaeignir eru fćrđar á gangverđi. Breytingar á gangverđi fjárfestingareigna eru fćrđar undir liđnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi, en matsbreytingin nam 630 milljónum króna á árinu. Helsta orsök ţessarar matsbreytingar er almenn hćkkun á fasteignaverđi, en hún er međal annars tilkomin vegna hćkkunar á leiguverđi.

 

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. stađfesti ársreikninginn ţann 25. janúar 2005. Ađalfundur félagsins var haldinn í kjölfar stjórnarfundar og samţykktu hluthafar reikninginn. Á ađalfundi var einnig samţykkt ađ fella úr gildi eftirfarandi hluta af 4. grein samţykkta félagsins, sem er svohljóđandi: „Stjórn félagsins hefur heimild til ađ auka hlutafé um 220.000.000,- komi til ţess ađ víkjandi láni međ breytirétti ađ sömu upphćđ, dagsett 17. desember 2002, verđi breytt yfir í hlutafé.” Breytingin var gerđ ţar sem samţykktin á ekki lengur viđ.

 

Áriđ framundan

Eik mun halda áfram ađ stćkka á ţessu ári. Tvćr eignir, sem skilgreindar eru í byggingu, munu nú bćtast viđ í leigusafniđ (ţ.e. viđkomandi eignir munu fćrast yfir í fjárfestingaeignaliđ efnahagsreiknings). Áćtlanir fyrir áriđ 2006, sem byggja á núgildandi samningum og ţegar samţykktum framkvćmdum, gefa tilefni til bjartsýni og ćtti vaxtaţekjan ađ vera um 1,52. Rekstri félagsins mun verđa fram haldiđ međ óbreyttu sniđi sem kallar á kaup á fleiri fasteignum, útleigu ţeirra og enn frekari framkvćmdir, ţar sem ţađ á viđ.

 

Stefna Eikar er ađ veita góđa ţjónustu og hafa eignir sínar ávallt í sem bestu ásigkomulagi. Í ţví samhengi má nefna ađ fariđ var út í verulegar framkvćmdir á nokkrum eignum í ţeim tilgangi ađ gera ţćr glćsilegri, nútímalegri og endingarbetri. Ţar má nefna ađ skipt fram um framhliđ á Austurstrćti 17 og gaflar einangrađir og flísaklćddir. Klapparstígur 25-27 var tekin í gegn bćđi ađ utan og innan á sameiginlegum svćđum. Framkvćmdum ţar mun ljúka voriđ 2006. Ţá var Tryggvagata 25 einnig tekin í gegn, en ţar er rekinn veitinga- og skemmtistađurinn Gaukur á Stöng.

 

Eik fasteignafélag hf. var stofnađ í september 2002 og hefur ţví starfađ í rúm ţrjú ár. Eik er í eigu KB banka og dótturfélags. Í byrjun árs 2002 var félagiđ nćr algerlega í eigu Lýsingar hf. en var selt yfir til KB banka snemma árs 2005. Samhliđa sölunni flutti félagiđ frá Suđurlandsbraut 22 ađ Sóltúni 26 í Reykjavík.

 

Á sama tíma og starfsmenn Eikar eru ţakklátir fyrir ánćgjulegt samstarf viđ leigutaka á nýliđnu ári, hlökkum viđ til áframhaldandi samstarfs viđ núverandi leigutaka sem og tilvonandi viđskiptavini.

 

Frekari upplýsingar:

Garđar Hannes Friđjónsson, framkvćmdastjóri Eikar.

S. 590-2200


Til baka