Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
AUBA
Yfirtökutilboði í Austurbakka hf. lokið   19.7.2005 09:40:29
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska
Yfirtökutilboð Isla ehf

Yfirtökutilboð Isla ehf. sem er 100% í eigu Atorku Group hf. til hluthafa Austurbakka hf. rann út klukkan 16.00 mánudaginn 18. júlí 2005.  Eignarhlutur Isla í Austurbakka nemur að yfirtökutímanum liðnum 14.816.288 kr. að nafnverði eða 98,09% af heildarhlutafé Austurbakka.  Austurbakki á eigin bréf að nafnverði 257.150 kr. og er eignarhlutur Isla því 99,80% af virku hlutafé.

 

Hluthafar sem hafa samþykkt tilboðið fá greitt að hálfu með hlutum í Atorka Group og að hálfu með reiðufé.  Hlutabréfaskiptin og greiðsla reiðufjár fer fram á tímabilinu 19.-25. júlí 2005.

 

Austurbakki uppfyllir ekki lengur skilyrði Kauphallar Íslands um dreifingu hlutafjár.  Gert er ráð fyrir að stjórn Austurbakka óski innan skamms eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr Kauphöll Íslands.

 

Nánari upplýsingar veitir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Atorku Group, í síma 540 6200.

 


Til baka