Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
AUBA
Breytingar á rekstri Austurbakka   1.6.2005 15:31:15
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska
 Skipurit.pdf
Austurbakki hf

Í framhaldi af kaupum Atorku hf. á Austurbakka hf í apríl s.l. hafa verið gerðar skipulagsbreytingar á rekstri félagsins.

 

Á næstu vikum verður unnið að því að Lyfjadreifing ehf. taki yfir vörustjórnun og dreifingu lyfja, heilbrigðisvöru og dagvöru frá Austurbakka og er gert ráð fyrir að verkinu verði að mestu lokið um mitt sumar.  12 starfsmenn Austurbakka munu flytjast yfir til Lyfjadreifingar í þessu sambandi. Breytingin nær ekki til dreifingar á víni og íþróttavöru, sem mun áfram verða hjá Austurbakka.

 

Tvær aðrar minni deildir innan Austurbakka munu flytja til annarra fyrirtækja innan Atorku Group.  Það eru Líftæknideild sem flyst til A. Karlssonar og Efnavörudeild sem flyst til GroCo.  Mun einn starfsmaður flytja með hvorri deild.

 

Auk ofangreindra breytinga munu 9 starfsmenn á skrifstofu og á lager fyrirtækisins láta af störfum á næstu mánuðum.  Samfara þessum breytingum mun Austurbakki leita af nýju húsnæði fyrir starfsemi sína.

 

Skipurit Austurbakka frá 1. júní sjá meðfylgjandi skjal.

 

Austurbakki mun einbeita sér að sölu- og markaðsstarfssemi innan ofangreindra sviða, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir mörg heimsþekkt fyrirtæki og vörumerki eins og Baxter, Wyeth, Lundbeck, Johnson & Johnson, Karl Storz; Nike, Robert Mondavi, Hawaian Tropical m.m.

 

Gert er ráð fyrir að ofangreindar breytingar muni styrkja rekstur Austurbakka verulega.

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sími 563 4099

 


Til baka