Hluthafafundur
Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. var haldinn þann 28. desember 2004 í
Borgartúni 19, 105 Reykjavík.
Samþykkt var eftirfarandi tillaga stjórnar á
fundinum:
“Stjórn Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. leggur til að Hlutabréfasjóðurinn
verði sameinaður Rekstrarfélagi Kaupþings Búnaðarbanka hf. með yfirtöku eigna
og skulda sbr. XIV. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög og
XII. kafla laga nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki, sbr. einnig ákvæði VIII til
bráðabirgða í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt og
eignarskatt. Við samrunann fá hluthafar Hlutabréfasjóðs
Búnaðarbankans hf. hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóðnum KB Samval í
skiptum fyrir hluti sína. KB Samval er fjárfestingarsjóður sem
sérstaklega er stofnaður af Rekstrafélagi Kaupþings Búnaðarbanka hf., samkvæmt
lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og
fjárfestingarsjóði, vegna samrunans. Við
samrunann fá hluthafar Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. afhent eina einingu í
fjárfestingarsjóðnum KB samval í skiptum fyrir hverja krónu nafnverðs sem hluthafar eiga í Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans hf. Um
samrunann fer að öðru leyti samkvæmt samrunaáætlun sem stjórnir félaganna hafa
samþykkt. Samruninn er gerður með fyrirvara um samþykki
Fjármálaeftirlitsins.”
Óskað
verður eftir afskráningu Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans á Kauphöll Íslands
þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins liggur fyrir.