Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
TNGI
Tangi - Viðskipti með eigin bréf   25.11.2004 13:11:11
Flokkur: Viðskipti félags með eigin bréf      Íslenska
Tangi hf

Tangi hf. keypti, 23. nóvember, síðastl. 80% hlutafjár Bjarnareyjar ehf., kt. 641197-2119, Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði.  Fyrir átti Tangi hf. 20% í Bjarnarey ehf.  Hlutaféð var keypt á nafnvirði eða 400.000 kr.  Seljendur eru Bílar og Vélar ehf., Árni Magnússon, Mælifell ehf. og Vopnafjarðarhreppur.  Þar með er Tangi hf. eini eigandi Bjarnareyjar ehf.  Eina eign Bjarnareyjar ehf. er hlutafé í Tanga hf. að nafnvirði 204.680.183 kr. eða 23,21% hlutafjár félagsins.  Bjarnarey ehf. skuldar um 400 milljónir krónar.  Stærsti lánadrottinn Bjarnareyjar ehf. er Tangi hf.

 

Fyrir viðskiptin átti Tangi hf. 56.177.046 kr af eigin hlutabréfum eða 6,37%.

 

Bjarnarey ehf. verður sameinuð HB-Granda hf., Tanga hf. og Svan RE-45 ehf. skv. samrunaáætlun sem lögð verður fyrir hluthafafundi félaganna um næstkomandi áramót.

 

Hlutafé Tanga hf. er nú skráð 881.993.182 kr.  Hlutafé sem skipt verður út fyrir hlutafé HB-Granda verður samkvæmt samrunaáætluninni 621.135.953 kr.

 


Til baka