Líftæknisjóðurinn hf
- ársuppgjör 2003.
- Tap til lækkunar á eigin fé Líftæknisjóðsins hf var
83,2 milljónir króna samanborið við 507,4 milljón króna tap árið á 2002.
- Innleyst tap tímabilsins var 104, 3 milljónir króna
samanborið við 121,1 milljóna króna
tap árið 2002.
- Óinnleystur gengishagnaður ársins 2003 var 21 milljónir
króna samanborið við 386,3 milljón króna tap árið 2002.
- Heildareignir Líftæknisjóðsins hf, voru 607.5 milljónir
króna í lok ársins en voru 667,3 í ársbyrjun.
- Eigið fé Líftæknisjóðsins hf var 497 milljónir króna í
lok árs en var 494,5 milljónir króna
í ársbyrjun.
Helstu kennitölur:
|
2003
|
|
2002
|
Rekstratekjur
|
-84.197.964
|
|
-96.727.355
|
Rekstrargjöld
|
20.058.268
|
|
24.411.358
|
Innleyst tap tímabils
|
-104.256.232
|
|
-121.138.713
|
Óinnleystur gengishagnaður (-tap)
|
21.010.721
|
|
-386.338.072
|
|
|
|
|
Tap flutt á eigið fé
|
-83.245.511
|
|
-507.476.785
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Hlutabréfaeign
|
554.897.800
|
|
654.202.969
|
Kröfur
|
51.604.020
|
|
11.862.993
|
Aðrar eignir
|
961.682
|
|
1.265.410
|
Eignir samtals
|
607.463.502
|
|
667.331.372
|
|
|
|
|
Eigið fé
|
496.986.214
|
|
494.555.893
|
Skuldir
|
110.477.288
|
|
172.775.479
|
Skuldir og eigið fé
|
607.463.502
|
|
667.331.372
|
|
|
|
|
Handbært fé
|
790.249
|
|
1.004.534
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Tap á hverja krónu nafnverðs
|
- 0.49
|
|
|
Innra virði
|
2.91
|
|
|
Eiginfjárhlutfall
|
82%
|
|
|
Almennt um uppgjörið.
Eignarhlutir félagsins í óskráðum
félögum, sem að stærstum hluta eru erlend, eru sem fyrr metnir miðað við
kaupverð í erlendri mynt að teknu tilliti til gengisbreytinga. Í lok árs 2001
var færð til lækkunar á bókfærðu verði eignarhluta 800 milljóna kr. niðurfærsla
og stóð hún óbreitt fram yfir 9 mánaða uppgjör 2003. Í ársreikningi fyrir 2003
var niðurfærslan lækkuð um 150 milljónir króna og stendur hún í 650 milljónum
króna í lok árs 2003. Þess ber að geta að verðmat óskráðra eigna verður ávallt
erfitt enda er áhætta þeirra fjárfestinga oft á tíðum mikil.
Helstu ástæðurnar fyrir því að
niðurfærslan var færð til baka um 150 milljónir á fjórða ársfjórðungi 2003 voru
meðal annarra aukið vægi niðurfærslunnar á eignasafn félagsins vegna
styrkingar krónunnar gagnvart öðrum
myntum og hækkandi gengi skráðra líftæknifyrirtækja á markaði. Í þessu sambandi
má geta þess að í ársuppgjöri fyrir árið 2001 nam 800 milljóna króna
niðurfærslan 52.7% af óskráðu erlendu eignasafni félagsins, sú tala var komin í
63.1% í 9 mánaða uppgjöri 2003 og í ársuppgjöri ársins 2003 er 650 milljóna
króna niðurfærslan 54.8% af óskráðu erlendu eignasafni félagsins, sem er hærra
hlutfall en var í upphafi.
Megin ástæðan fyrir því að
niðurfærslan var færð í 650 milljónir króna er þó fyrst og fremst jákvæðir
áfangar og væntingar um góðan árangur í rekstri helstu fyrirtækjanna í
eignasafni félagsins.
BioStratum Inc, sem er stærsta eign
félagsins, kynnti, á árinu, góðar niðurstöður úr prófunum á tilraunalyfinu
Pyridorin, sbr. fréttatilkynningar frá Líftæknisjóðnum hf þann 25. júní og 29.
desember. Í framhaldi af því hafa viðræður við lyfjafyrirtæki um áframhaldandi
klínískar prófanir (Fasi III) og markaðssetningu á Pyridorin, eftir að skráningaferlinu
lýkur, færst yfir á nýtt stig og eru viðræður
um innihald samnings (Term sheet discussions) í gangi þessar vikurnar. Þó
ber að hafa í huga að þrátt fyrir góðar Fasa IIb niðurstöður og áhuga
lyfjafyrirtækja þá er allskostar óvíst hvort þessar viðræður komi til með að
skila BioStratum tilætluðum árangri.
Auk þessa samdi BioStratum við danska
lyfjafyrirtækið Novo Nordisk AS um áframhaldandi vinnu við tilraunalyf gegn
krabbameinum, þróað af Karli Tryggvasyni og samstarfsfólki hans hjá Karolinska
Institutet í Stokkhólmi. Lyfið er í forklínískum fasa, en auk þess að greiða
allan beinan kostnað við þróun lyfsins mun Novo Nordisk greiða BioStratum
samtals um það bil 80 milljónir bandaríkjadali í áfangagreiðslur fyrir hverja
afurð sem sú vinna mun skila af sér ásamt hlutfalli af sölu nái lyfið á markað.
Á árinu urðu miklar breytingar á rekstri Prokaria,
sem er önnur stærsta eign Líftæknisjóðsins hf. Mikið aðhald var í rekstri
félagsins, auk þess sem tekjurnar jukust verulega miðað við árið 2002, og í
ljósi fyrirliggjandi samninga munu þær halda áfram að vaxa verulega árið 2004.
Sá þáttur sem hefur vaxið hvað hraðast í rekstri Prokaria er
sala á erfðagreiningaþjónustu sem tengist samningi sem Prokaria gerði við
Stofnfisk um að Prokaria annist allar erfðagreiningar í laxi fyrir Stofnfisk og
samstarfsaðila þeirra vegna kynbóta- og ráðgjafaverkefna í fiskeldi.
Auk þess hefur Prokaria náð nokkrum mjög mikilvægum
samstarfssamningum við erlend fyrirtæki og ber þar hæðst rannsóknasamningur við
Nestlé, stærsta fæðuvörufyrirtæki í heimi.
Þrátt fyrir þetta ber að hafa í huga að mikið hefur gengið á
eigið fé félagsins og halda verður vel á spöðunum til að ná markmiði félagsins
um jafnvægi í rekstri fyrir mitt ár 2005.
Til viðbótar við það sem að framan hefur verið sagt vilja
stjórnendur Líftæknisjóðsins hf enn sem fyrr benda á að fjárfesting í lyfja-,
líftækni- og erfðatæknifyrirtækjum er almennt afar áhættusöm og þrátt fyrir að
þeir hafi trú á að eignir félagsins komi til með að skila ávinningi, þá beri að
skoða þær og almenna starfsemi félagsins með tilliti til þess. Auk þess má geta
að Líftæknisjóðurinn hf, hefur fjárfest í tiltölulega fáum fyrirtækjum sem
gerir áhættuna enn meiri.
Skattinneign félagsins er reiknuð en ekki færð í
árshlutareikninginn vegna óvissu um nýtingu hennar í framtíðinni. Útreikningurinn byggist á óinnleystum
gengismun hlutabréfa og mismun efnahagsliða samkvæmt skattuppgjöri annars vegar
og árshlutareikningi félagsins hins vegar. Reiknuð skattinneign í lok
tímabilsins nemur 196,9 milljónum króna.
Kröfur upp á 51.6 milljónir króna
koma til vegna brúarláns til BioStratum Inc. og vegna uppgjöra í tengslum við
hlutafjárútboð félagsins. Óinnheimt hlutafjárloforð í árslok 2003 námu 8,8
millj. kr. Ágreiningur var um nokkurn hluta loforðanna og var þeim ágreiningi
vísað til dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm 2. apríl 2003, þar sem
hluthafi var dæmdur til að greiða hlutafjárloforð sitt. Hæstiréttur staðfesti
dóminn 6. nóvember 2003.
Nánari upplýsingar veitir Jón Ingi
Benediktsson framkvæmdastjóri félagsins í síma 5173280.