Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
OPKF
SKRR
Opin Kerfi Group hefur eignast 92,6% hlut í Skýrr hf.   11.8.2003 16:50:57
Flokkur: Flagganir   Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Opin Kerfi Group hf. hefur nú eignast 92,6% hlutafjár Skýrr hf., eftir að eigendur 19,5% hlutafjár samþykktu kauptilboð Opinna Kerfa Group hf. sem rann út í dag.  Fyrir átti Opin Kerfi Group hf. 73,07% hlutafjár í Skýrr, þar af 50,54% í gegnum dótturfélag sitt Opin Kerfi Eignarhaldsfélag ehf.

 

Viðskiptin fara fram á genginu 6,5 kr. á hvern hlut, en greitt er fyrir hlutina með hlutum í Opnum Kerfum Group hf.  Skiptigengi viðskiptanna er 0,326983 hlutir í Opnum Kerfum Group á móti einum hlut í Skýrr.

 

Í kjölfar tilboðs þessa verður óskað eftir afskráningu Skýrr af aðallista Kauphallar Íslands og innleystir verða útistandandi hlutir í Skýrr í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög nr. 2 frá 1995.

 

Nánari upplýsingar veitir Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna Kerfa Group hf. í síma 570 1000.

 


Til baka