Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
SKEL
Skeljungur - Viðræður um yfirtökutilboð í alla hluti í Skeljungi hf.   28.7.2003 10:32:37
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

 

Burðarás ehf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Kaupþing Búnaðarbanki hf. eiga í viðræðum um hugsanlegt yfirtökutilboð vegna  hlutabréfa í Skeljungi. Ef af yfirtökutilboði yrði væri það á genginu 15,9, en að öðru leyti er á þessu stigi mála ekki ljóst hvernig slíkt tilboð yrði útfært. Eignarhlutur félaganna þriggja í Skeljungi nú er sem hér segir: Burðarás á nú 23,35% hlutafjár, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eiga 25,02% hlutafjár og Kaupþing Búnaðarbanki hf. á um 39,2% hlutafjár. Viðræðum vegna málsins verður flýtt sem verða má og er stefnt að því að þeim verði lokið innan viku.

 

Eftirtaldir aðilar teljast innherjar vegna viðskipta með hlutabréf Skeljungs: Benedikt Jóhannesson er stjórnarformaður Burðaráss ehf. og Skeljungs hf. Friðrik Jóhannsson, er framkvæmdastjóri Burðaráss ehf. og varamaður í stjórn Skeljungs hf. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf. er stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Hörður Sigurgestsson situr í stjórn Burðaráss ehf. og Skeljungs hf.  Guðný Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf situr í stjórn Skeljungs hf.

 

 


Til baka