Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
SKEL
Sjöfn á Akureyri kaupir öll hlutabréf Skeljungs í Hans Petersen   1.7.2003 17:00:17
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Í dag voru undirritaðir samningar um kaup Sjafnar hf. á Akureyri á öllum hlutabréfum Skeljungs hf. í Hans Petersen hf.

 

Hans Petersen hf. er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur verið með umboð fyrir Kodak vörur á Íslandi í meira en áttatíu ár. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1907 með opnun verslunar að Bankastræti 4 í Reykjavík, þar sem það rekur enn þann dag í dag eina af verslunum sínum. Auk hennar rekur Hans Petersen sex aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og er með samstarfssamning við tólf verslanir utan höfuðborgarsvæðisins undir merkjum Kodak Express. Auk ljósmyndavöruþjónustu rekur Hans Petersen heildsölu með ljósmyndavörur, vörur fyrir heilbrigðisþjónustuna og prentiðnaðinn.

 

Í stjórn Hans Petersen hf. verða Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar hf., stjórnarformaður, Steingrímur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjafnar hf. og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf.

Karl H. Sigurðsson verður áfram framkvæmdastjóri Hans Petersen hf.

 

“Með þessum kaupum er Sjöfn hf. að fylgja eftir því markmiði að fjárfesta í fyrirtækjum til að auka verðmæti þeirra og hámarka arðsemi. Við leggjum á það áherslu að efla enn frekar og styrkja rekstur Hans Petersen með hagræðingu og aukinni markaðssókn. Við byggjum á traustum grunni fyrirtækisins, sem er eitt af elstu fyrirtækjum landsins, og hyggjumst laga rekstur þess að þeim breytingum sem eru að verða í ytra umhverfi þess,” segir Baldur Guðnason, sem  mun á næstu vikum og mánuðum vinna náið með stjórnendum Hans Petersen að því að efla og styrkja rekstur félagsins.  

 

Á þessu ári er áætluð velta Hans Petersen hf. um einn milljarður króna en velta Skeljungs hf. á síðasta ári var tæpir 15 milljarðar króna. Salan á Hans Petersen hefur óveruleg áhrif á afkomu Skeljungs á þessu ári. Eiginfjárhlutfall Hans Petersen er 63%. Starfsmenn Hans Petersen eru um 65 talsins. Nýir eigendur tóku við rekstri Hans Petersen við undirritun kaupsamnings.

 

Frekari upplýsingar veita.

Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar hf. í síma 863 4666

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs hf., í síma 560 3800

 


Til baka