Shell Petroleum Company Ltd. sem
verið hefur eigandi að 20,69% eignarhlut í Skeljungi hf. hefur í dag selt hlut
sinn í félaginu. Kaupendur eignarhlutans eru Sjóvá Almennar tryggingar hf. og
Burðarás ehf.
Skeljungur hf. og þar áður HF
Shell á Íslandi hafa átt gott samstarf um markaðssetningu á vörumerkjum Shell
samsteypunnar hér á landi síðast liðin 75 ár. Skeljungur hf. verður hér eftir
sem hingað til dreifingaraðili fyrir Shell vörur á Íslandi og mun halda áfram
margvíslegu samstarfi við Shell samsteypuna. meðal annars um vetnisverkefnið
sem nú er unnið að.
Shell samsteypan hefur verið
minnihlutaeigandi í Skeljungi undanfarin ár. Sala Shell á á hlutabréfum í
Skeljungi er liður í eignastýringu samsteypunnar sem er til sífelldrar skoðunar
og hafa eigendaskiptin ekki áhrif á stefnu eða starfsmannahald Skeljungs.
Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs hf.
sími 512 7575