Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
SJVA
SKEL
Skeljungur - Innherjaviðskipti   30.6.2003 15:31:00
Flokkur: Viðskipti innherja      Íslenska

Sjóvá-almennar trygginar hf. hefur í dag gert samning um kaupskyldu sína samkvæmt valrétti á allt að 35.800.000 hlutum í Skeljungi hf.  Annars vegar að nafnverði 11.300.000 af Landsbanka Íslands hf. og hins vegar af Íslandsbanka að nafnverði 24.500.000.

 

Valrétturinn veitir eiganda hans einhliða rétt, en ekki skyldu, til að selja Sjóvá-almennum tryggingum allt að 35.800.000 hluti hvenær sem er á tímabilinu fram til 30.06.2004.  Miðað er við gengi 12,0 í samningunum. 

 

Kristinn Björnsson er forstjóri Skeljungs og situr í stjórn Sjóvá Almennra trygginga hf.  Guðný Björnsdóttir er lögfræðingur hjá Sjóvá Almennum tryggingum og situr í stjórn Skeljungs.  Benedikt Jóhannesson er tryggingastærðfræðingur Sjóvá Almennra trygginga og stjórnarformaður Skeljungs hf.


Til baka