Burðarás ehf. hefur í dag gert samning um kaupskyldu sína samkvæmt
valrétti á allt að 35.800.000 hlutum í Skeljungi hf. Annars vegar að nafnverði 11.300.000 af Landsbanka Íslands hf. og
hins vegar af Íslandsbanka að nafnverði 24.500.000.
Valrétturinn veitir eiganda hans einhliða rétt, en ekki skyldu, til
að selja Burðarási ehf. allt að 35.800.000 hluti hvenær sem er á tímabilinu
fram til 30.06.2004. Miðað er við gengi
12,0 í samningunum.
Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður Burðaráss og Skeljungs. Hörður Sigurgestsson er stjórnarmaður í
Burðarási og Skeljungi. Friðrik
Jóhannsson er framkvæmdastjóri Burðaráss ehf. og varamaður í stjórn Skeljungs
hf.