Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
OLIS
FAD 1830 ehf. eignast meirihluta hlutafjár í Olíuverslun Íslands hf.   19.5.2003 10:06:27
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Eignarhaldsfélagið FAD 1830 ehf. eignast meirihluta hlutafjár í Olíuverslun Íslands hf.

 

Gengið hefur verið frá kaupum eignarhaldsfélagsins FAD 1830 ehf. á 70,93% hlutafjár í Olíuverslun Íslands hf. Seljendur hlutarins eru Hydro Texaco A/S og Ker hf. og er eignarhlutur þeirra enginn eftir viðskiptin.  Hver hlutur er keyptur á genginu 10.

Eigendur eignarhaldsfélagsins FAD 1830 ehf. eru Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. og Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður félagsins.   Auk þeirra standa að kaupunum þrír framkvæmdastjórar félagsins þeir Einar Marinósson, Jón Ólafur Halldórsson og Samúel Guðmundsson.

Í samræmi við lög nr. 34/1998 mun eignarhaldsfélagið FAD 1830 ehf. gera öðrum hluthöfum í Olíuverslun Íslands hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu og mun það miðast við gengið 10. Í kjölfarið er stefnt að afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands.

Fyrirtækjaþróun Landsbanka Íslands hf. er ráðgjafi kaupanda og mun Landsbankinn jafnframt sjá um fjármögnun kaupanna.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Einar Benediktsson forstjóri í síma 515-1201.

 

 


Til baka