Krafa um innlausn á hlutum í Frumherja
hf. og beiðni um afskráningu af Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands
Íslandsbanki hf. hefur
f.h. Sikils ehf., einkahlutafélags í eigu Óskars Eyjólfssonar framkvæmdastjóra
Frumherja hf., sent öllum hluthöfum Frumherja hf. bréf þar sem farið er fram á
innlausn hluta þeirra í Frumherja hf., sbr. 24. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Hluthafarnir eru eigendur að samtals 2,04% hluta í Frumherja hf., eða 1.590.512
kr. að nafnverði. Hlutur Sikils ehf. og Óskars Eyjólfssonar í Frumherja hf. er
96,88%. Innlausnarverð hlutanna miðast við gengið 9,01 sem er hið sama og boðið
var í tilboði til hluthafa þann 7. janúar sl. og er hæsta verð sem Sikill ehf.
hefur greitt fyrir hlutafé í Frumherja hf. síðustu sex mánuði. Hluthafar hafa
fjögurra vikna frest til að framselja hluti sína til Sikils ehf.
Stjórn Frumherja hf.
hefur sent Kauphöll Íslands bréf þar sem óskað er eftir afskráningu félagsins
af Tilboðsmarkaði Kauphallarinnar, enda uppfyllir félagið ekki lengur skilyrði
skráningar.