Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
FRMH
Frumherji hf. - Tilkynningaskyld viðskipti   21.1.2003 16:25:14
Flokkur: Flagganir   Viðskipti innherja      Íslenska  English
Íslandsbanki hf., f.h. Sikils ehf. einkahlutafélags í eigu Óskars Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Frumherja hf., hefur gert samning um kaup á hlutafé í Frumherja hf. að nafnverði kr. 7.142.057 eða sem nemur 8,7% af hlutafé félagsins. Fyrir á Óskar hlutafé að nafnverði kr. 5.956.889 eða sem nemur 7,3% af hlutafé félagsins og áður hefur Íslandsbanki hf., f.h. Sikils ehf., gert samning um kaup á hlutafé í Frumherja hf. að nafnverði kr. 60.785.856 eða sem nemur 74,4% af hlutafé félagsins. Samtals mun Óskar því eiga eftir samning þennan, beint og í gegnum einkahlutafélag sitt, 90,4% af hlutafé félagsins. Ofangreind kaup eru á genginu 9,01 fyrir hverja 1 kr. nafnverðs í Frumherja hf. Frekari upplýsingar gefur Óskar Eyjólfsson í síma 570 9011 og Sólveig Ágústsdóttir í Fyrirtækjaþróun Íslandsbanka í 440 4535.


Til baka