Í
dag hefur Íslandsbanki hf., fyrir hönd Sikils ehf., einkahlutafélags í eigu
Óskars Eyjólfssonar framkvæmdastjóra Frumherja hf., sent eigendum 18,2%
hlutafjár í Frumherja tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu. Tilboðið
hljóðar upp á 9,01 krónu á hverja krónu nafnverðs í Frumherja. Frestur hluthafa
til að skila inn samþykki fyrir tilboðinu rennur út kl. 16:00 þann 22. janúar
nk. Samþykki tilboðs ásamt hlutabréfum ber að skila inn á tilheyrandi eyðublaði
til Íslandsbanka hf., Fyrirtækjasviðs, 3. hæð, Kirkjusandi, Reykjavík.
Kaupverðið verður greitt eigi síðar en föstudaginn 24. janúar 2003, að því
gefnu að undirrituðu og vottuðu samþykki tilboðs hafi verið skilað inn ásamt
hlutabréfum í Frumherja hf. og að upplýsingar þær sem fram koma séu réttar og
fullnægjandi.
Íslandsbanki
hf. keypti í desember sl., fyrir hönd Sikils ehf., einkahlutafélags í eigu
Óskars Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Frumherja hf., hlutafé í Frumherja hf. að nafnverði kr. 52.291.232 eða sem nemur
64,13% af hlutafé félagsins. Þann 3. janúar sl. keypti bankinn fyrir hönd sama
félags hlutafé í Frumherja að nafnverði kr. 8.584.624, eða sem nemur 10,51% af
hlutafé félagsins. Gengi hlutafjárins í ofangreindum viðskiptunum var það sama,
kr. 9,01 fyrir hverja krónu nafnverðs í Frumherja. Fyrir ofangreind kaup átti
Óskar Eyjólfsson kr. 5.956.889 að nafnverði í Frumherja, eða sem nam 7,29%, en
á nú beint og í gegnum einkahlutafélag sitt kr. 66.832.745 eða sem nemur 81,8%
af hlutafé félagsins.
Félagið
er skráð á Tilboðsmarkað Kauphallar Íslands, en á næstunni verður óskað eftir
afskráningu félagsins af markaðinum.