Kaup á 7,15% hlut í Frumherja
Íslandsbanki
hf., f.h. óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Óskars Eyjólfssonar,
framkvæmdastjóra Frumherja hf., hefur gert samning um kaup á hlutafé í
Frumherja hf. að nafnverði kr. 5.843.305,- eða sem nemur 7,15% af hlutafé félagsins. Fyrir á Óskar hlutafé að nafnverði kr. 5.956.889,- eða sem nemur 7,29% af
hlutafé félagsins og áður hefur Íslandsbanki hf., f.h. óstofnað eignarhaldsfélag Óskars gert samning um kaup
á hlutafé að nafnverði kr. 46.447.927,- eða sem nemur 64,13% af hlutafé
félagsins, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Samtals mun Óskar því eiga, beint og í gegnum einkahlutafélag
sitt, eftir samning þennan 71,3% af hlutafé félagsins.
Ofangreind
kaup eru á genginu 9,01 fyrir hverja 1 kr. nafnverðs í Frumherja.
Frekari
upplýsingar gefur Óskar Eyjólfsson í síma 570 9011 og Örn Gunnarsson, í
Fyrirtækjaþróun Íslandsbanka í 664 4536.