Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtćkjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveđnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvćn útgáfa
SKST
6 mán. uppgjör Skagstrendings hf.   28.8.2002 15:59:49
Flokkur: Afkomufréttir   Skuldabréfafréttir      Íslenska  English
 30062002 Skagstrendingur.pdf
 lykiltolur_skagstrendingur.doc

 

152 milljóna króna hagnađur á fyrri helmingi ársins 2002

 

Skagstrendingur hf. var rekinn međ 152 milljóna króna hagnađi á fyrstu sex mánuđum ársins 2002, samanboriđ viđ 141 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.  Jákvćđ afkoma skýrist fyrst og fremst af gengishagnađi skulda félagsins í erlendri mynt.

 

Rekstur og efnahagur

Rekstrartekjur félagsins námu 1.271 milljón króna á fyrstu sex mánuđum ársins 2002 samanboriđ viđ 1.122 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra.  Rekstrargjöld án afskrifta námu 1.073 milljónum króna samanboriđ viđ 900 milljónir króna áriđ áđur,  sem er um 19% hćkkun á milli ára.

 

Hagnađur fyrir afskriftir og fjármagnsliđi (EBITDA) var 198 milljónir króna samanboriđ viđ 222 milljónir króna í fyrra, sem er lćkkun ađ fjárhćđ 24 milljónir króna á milli ára.  Í hlutfalli af rekstrartekjum lćkkađi hagnađur fyrir afskriftir og fjármagnsliđi úr 19,8% á fyrri helming ársins 2001 í 15,6% á fyrstu sex mánuđum ársins 2002.

 

Fjármunatekjur ađ frádregnum fjármagnsgjöldum námu 120 milljónum króna samanboriđ viđ 300 milljónir króna neikvćđa fjármagnsliđi fyrir sama tímabil í fyrra. Meginástćđa fyrir viđsnúningi fjármagnsliđa er gengishagnađur skulda félagsins í erlendri mynt, en gengishagnađur skuldanna nam 146 milljónum króna í fyrri helmingi ţessa árs samanboriđ viđ 301 milljón króna gengistap í fyrra.

 

Hagnađur tímabilsins fyrir skatta nam 192 milljónum króna samanboriđ viđ tap ađ fjárhćđ 199 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra.  Reiknađur tekjuskattur af hagnađi tímabilsins nam 38 milljónum króna og kemur hann til lćkkunar á tekjuskattsinneign félagsins.  Hagnađur tímabilsins eftir skatta nam 152 milljónum króna.

 

Heildareignir í lok júní 2002 námu samtals 3.361 milljón króna, skuldir námu 2.313 milljónum króna og eigiđ fé var 1.049 milljónir króna samanboriđ viđ 862 milljónir króna eigiđ fé í lok júní 2001.  Bókfćrt eigiđ fé félagins hćkkađi ţví um 187 milljónir króna á tímabilinu eđa úr 25,6% í 31,2% sem hlutfall af heildareignum.

 

Veltufé frá rekstri nam 158 milljónum eđa 12,4% af rekstrartekjum. Til samanburđar var veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuđi ársins í fyrra 143 milljónir, eđa 12,7% af rekstrartekjum.

 

Eignarhald

 

Eignarhlutur Hf. Eimskipafélags Íslands var 92,8% í Skagstrendingi hf. í lok júní 2002.  Ţann 1. ágúst s.l. samţykkti stjórn Skagstrendings ađ óska eftir ţví viđ Kauphöll Íslands hf. ađ hlutabréf félagsins yrđu tekin af skrá Kauphallarinnar enda uppfyllti Skagstrendingur  ekki lengur ţau skilyrđi sem Kauphöllin hefur sett um dreifingu eignarhalds hlutabréfa, ţ.e.  a.m.k. 25% hlutabréfanna og atkvćđisréttar séu í eigu allmennra fjárfesta. Kauphöll Íslands hf. hefur orđiđ viđ ţessari ósk stjórnar og voru hlutabréf  Skagstrendings hf.  tekin af skrá ţann 21. ágúst s.l.

 

Starfsemi og horfur

 

Skagstrendingur hf. og dótturfélag ţess eiga og gera út tvö skip: frystitogarann Arnar HU-1 og rćkjufrystiskipiđ Örvar EK 9904.  Skagstrendingur rekur einnig rćkjuvinnslu á Skagaströnd og frystihús á Seyđisfirđi og eru starfsmenn félagsins um 170.

 

Styrking íslensku krónunnar hafđi veruleg áhrif á afkomu félagsins á fyrri hluta ársins.  Ţessi styrking kemur fram í uppgjörinu sem gengishagnađur af skuldum félagsins.  Aftur á móti mun styrkingin koma fram í minni tekjum og ţar međ minni hagnađi á seinni hluta ársins. 

 

 

 

Fréttatilkynning frá Skagstrendingi hf. 28. ágúst 2002.

 

Frekari upplýsingar gefur Jóel Kristjánsson, framkvćmdastjóri, í síma 455 2000.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Til baka