Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
ACT
DLTA
Hlutafjáraukning hjá Pharmaco hf.   27.8.2002 16:27:45
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Hlutafé Pharmaco hf. hefur verið hækkað um 80.552.274 kr. að nafnverði í dag þann 27. ágúst 2002. Heildarhlutafé félagsins nemur 504.626.379 kr. eftir aukninguna, en var fyrir 424.074.105 kr.

 

Hið nýja hlutafé hefur allt verið greitt með hlutabréfum í Delta hf. sem Pharmaco hafði áður tryggt sér kaup á og tilkynnti um í fréttakerfi Kauphallar Íslands þann 19.7.2002. Hlutabréf félaganna eru rafrænt skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og eru skipti á bréfunum framkvæmd í kerfi Verðbréfaskráningar þann 28. ágúst.

 

Hluthafafundur Pharmaco samþykkti þann 22. ágúst 2002 að auka hlutafé um allt að 170.000.000 kr. til að greiða fyrir hluti í Delta. Hluti þeirrar heimildar er nýttur í dag, en eftir stendur heimild til að auka hlutafé um allt að 89.447.726 kr. til viðbótar.


Til baka