Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
FBANK
THRF
Sameining Þróunarfélags Íslands hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf.   16.8.2002 12:43:51
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Stjórnir Þróunarfélags Íslands hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. undirrituðu í morgun áætlun um sameiningu félaganna í einu félagi.

Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og tekur hið sameinaða félag við öllum rekstri, eignum og skuldum, réttindum og skyldum hinna sameinuðu félaga frá þeim tíma. Samkomulag er um að útistandandi hlutafé í hvoru félagi sé metið þannig að hluthafar EFA verði eigendur að 55% hlutafjár í hinu sameinaða félagi og hluthafar ÞFÍ verði eigendur 45% hlutafjárins.

Til hluthafafunda í félögunum verður boðað síðar.

 


Til baka