Ársreikningur Bæjarsjóðs Akraness var
staðfestur í bæjarstjórn Akraness þann 28. maí s.l. en þá fór fram síðari
umræða um ársreikninginn. Samkvæmt lögum ber að fjalla um ársreikninginn á
tveimur fundum og var fyrri umræða þann 14. maí 2002.
Bæjarsjóður:
Fjármagnsyfirlit
Helstu niðurstöðutölur úr fjármagnsyfirliti
bæjarsjóðs eru þessar í þúsundum króna:
|
2001
|
Áætlun
|
Skatttekjur
|
1.218.030
|
1.159.454
|
Tekjur málaflokka
|
287.011
|
259.026
|
Rekstrargjöld
|
-1.481.076
|
-1.268.843
|
Skatttekjur að frádr. rekstri málafl.
|
23.965
|
149.637
|
Vextir af hreinu veltufé
|
34.868
|
31.045
|
Greiðslubyrði lána samtals
|
-137.056
|
-142.023
|
Fjárfesting samtals
|
-363.646
|
-286.931
|
Greiðsluafkoma ársins
|
-441.869
|
-248.272
|
Lantöka og aðrir liðir
|
277.246
|
248.272
|
(Lækkun) á hreinu veltufé
|
-164.623
|
-0
|
Skatttekjur
ársins 2001 voru um 180 millj. kr. hærri en árið áður eða um 17,3% sem skýrist
af góður atvinnuástandi og fjölgun íbúa. Í samanburði við fjárhasgáætlun
reyndust skatttekjurnar 58,5 mkr. hærri en áætlað var, eða um 5%. Megin frávikið
er vegna framlags Jöfnunarsjóðs til reksturs grunnskólanna eða 26,4 mkr. Jafnframt voru önnur framlög Jöfnunarsjóðs
6.5 mkr. hærri en ráðgert var.
Útsvarstekjur voru 16,5 mkr. hærri en ráðgert var.
Á árinu 2001 voru
í starfi hjá bæjarsjóði 466 starfsmenn sem skiluðu 265 ársverkum. Launagjöld
eru hæðsti einstaki útgjaldaliðurinn í rekstri málaflokka eða um 937 millj. kr.
eða um 77% af skatttekjum. Launagjöld fóru
um 133 millj. umfram áætlun eða um 16,6% sem skýrist fyrst of fremst af
hækkun áfallinar lífeyrisskuldbindingar Þau
jukust um 287,3 millj. kr. frá árinu áður eða um 44%. Almennar
launahækkanir á árinu 2001 byggjast á kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga
og stéttarfélaga viðkomandi starfsmanna, sem flestir voru gerðir í lok árs 2000
og á árinu 2001..
Á árinu var varið
um 469 millj. kr. til fjárfestinga, þar af fóru u 273 millj.kr .til fræðslumála (einsetning grunnskóla) og um 75
millj. kr. til umferðarmála. Fjárfesting var um 76 millj. kr. meiri en áætlun
gerði ráð fyrir sem skýrist m.a. af
hraðari framkvæmdum við einsetningu grunnskóla.
Efnahagsreikningur:
Helstu niðurstöðutölur efnahagsreiknings
bæjarsjóðs eru þessar í þúsundum króna:
Efnahagsreikningur
31. desember 2001
|
2001
|
2000
|
Veltufjármunir
|
237.093
|
290.975
|
Langtímakröfur
|
23.401
|
26.044
|
Peningalegar eignir
|
260.494
|
317.019
|
Skammtímaskuldir
|
358.382
|
247.641
|
Langtímaskuldir
|
844.020
|
723.532
|
Skuldir samtals
|
1.202.402
|
971.173
|
Peningaleg staða án lífeyrissskuldb.
|
-941.908
|
-654.154
|
Lífeyrisskuldbinding
|
699.907
|
547.316
|
Peningaleg staða með lífeyrissskuldb.
|
-1.641.815
|
-1.201.470
|
|
|
|
Aðrir liðir
|
|
|
Fastafjármunir
|
1.456.230
|
1.024.458
|
Eiginfjárreikningur
|
185.585
|
177.012
|
Aðrir
liðir samtals
|
1.641.815
|
1.201.470
|
Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að
sjóðstaða (handbært fé) sveitarfélagsins muni hækka samtals um100 millj. kr.
fram til ársins 2005 og að niðurgreiðsla langtímaskulda verði um 250 millj. kr.
umfram nýjar lántökur.
Nýjar reglur um bókhald og framsetningu
ársreikninga sveitarfélaga tóku gildi frá og með ársbyrjun 2002 en þær taka í
ríkari mæli mið af almennum reikningsskilavenjum fyrirtækja en áður var.
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002 var samnin samkvæmt nýju
reglunum og árshlutareikningar 2002 birtir samkvæmt þeim.
Tilgangur breytinganna er að ná fram skýrari
mynd af fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga og gera allan samanburð milli
sveitarfélaga auðveldari, auk þess að samanburður við þjónustu aðila á almennum
markaði verður mögulegur.
Ein viðamesta breytingin með nýjum
reikningsskilum sveitarfélaga er stofnun eignasjóða sveitarfélaga. Frá 1.
janúar 2002 ber sveitarfélögum að eignfæra varanlega rekstrarfjármuni samkvæmt
almennum reikningsskilaaðferðum, þ.e. endurmeta og afskrifa eignirnar í samræmi
við áætlaðan endingartíma. Þetta leiðir til verulegra hækkana í rekstri
einstakra málaflokka án þess þó að til hafi orðið nýr kostnaður í rekstri
bæjarfélagsins. Með þessu móti verður kostnaður vegna reksturs eigna mun
sýnilegri þar sem hann færist á viðkomandi málaflokk með innri leigu.