-
Eimskip greiðir 20% yfirgengi m.v. verð
á Verðbréfaþingi
-
Bankinn hefur þegar tryggt sölu á
stærstum hluta bréfanna í Eimskip til fjárfesta
-
Bankinn annast hlutafjáraukningu í
Eimskipafélaginu
Búnaðarbankinn
Verðbréf hefur selt Eimskipafélagi Íslands hf. hlut sinn í Útgerðarfélagi
Akureyringa (ÚA) og Skagstrendingi. Eimskipafélagið greiðir gengið 7,2 fyrir
hvort félag. Það er um 20% yfirverð m.v. gengi félaganna við lokun
Verðbréfaþings í gær. Búnaðarbankinn eignast við viðskiptin hlut í
Eimskipafélaginu fyrir tæpar 1.700 milljónir króna á núverandi
markaðsverði. Bankinn hefur þegar
tryggt sölu á stærstum hluta þess á til fjárfesta á sama verði.
Kaup
Eimskipafélagsins á hlut í ÚA og Skagstrendingi eru, liður í þeim áformum
fyrirtækisins að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem mynda mun eitt af
þremur meginrekstrarsviðum Eimskipafélagsins, flutningafyrirtæki,
sjávarútvegsfyrirtæki og fjárfestingafélag.
Þetta er í samræmi við nýja sýn í rekstri félagsins.
Samþykki
hluthafar félaganna sameiningu verður hluthöfum í ÚA boðið að skipta á hlut sínum og bréfum í Eimskipafélagi Íslands á
sama gengi og Búnaðarbankinn. Hlutafé Eimskipafélagsins verður aukið til að
mæta skiptunum.
Búnaðarbankinn
er ráðgefandi og annast kynningu, skráningu og skipti á hlutum í ÚA fyrir hluti
í Eimskipafélaginu verði þessi áform að
veruleika.