Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
BESS
Skuldabréf Bessastaðahrepps hafa verið skráð á VÞÍ   12.11.2001 09:46:43
Flokkur: Skráningar / afskráningar      Íslenska  English

Verðtryggð skuldabréf sveitarsjóðs Bessastaðahrepps, 1. flokkur 2000, hafa verið skráð á Verðbréfaþing Íslands.

Skuldabréfin eru  til 20 ára og rúmlega 8 mánaða, útgáfudagur er 15. janúar 2000. Greitt er af skuldabréfunum með 40 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana (annuitet), utan fyrstu greiðslunnar sem var greidd 25. mars 2001 auk vaxta frá útgáfudegi til þess dags. Gjalddagar skuldabréfsins eru 25. mars og 25. september ár hvert, síðasta afborgun höfuðstóls og vaxta er 25. september 2020. Sveitarsjóði Bessastaðahrepps er heimilt að greiða skuldina upp á hverjum gjalddaga frá og með 25. september 2006.

Bréfin eru bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í janúar 2000, 194,0 stig.

Af höfuðstól skuldarinnar eins og hann er á hverjum tíma greiðast 5,50% fastir ársvextir, sem reiknast frá 15. janúar 2000.

 

Heildarfjárhæð útgáfunnar er allt að 150 m.kr. að nafnvirði, bréfin eru gefin út í 10 m.kr. einingum.

Þegar útgefin og seld bréf að upphæð 140 m.kr. að nafnvirði hafa verið skráð á Verðbréfaþing Íslands. Umsjón með sölu og skráningu: Íslandsbanki-FBA hf.

 

Auðkenni bréfanna er BESS 00 1.

ISIN-númer bréfanna er IS0000005908.

Orderbook ID 14878

 


Til baka