Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
ISI
Skinnaiðnaður hf. úrskurðaður gjaldþrota   13.9.2001 15:26:02
Flokkur: Fyrirtækjafréttir      Íslenska

Í morgun óskaði stjórn Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri eftir því við Héraðsdóm Norðurlands eystra að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og hefur félagið þegar verið úrskurðað gjaldþrota. Skiptastjóri hefur verið skipaður Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður.

Langvarandi erfiðleikar hafa verið í rekstri Skinnaiðnaðar samfara djúpri niðursveiflu sem ríkt hefur á helstu mörkuðum fyrir fullunnin skinn í heiminum. Hafa vonir um að markaðir væru að rétta úr kútnum ekki gengið eftir. Við þetta hefur síðan bæst óvissa um hráefnisöflun nú á haustdögum. Það rekstarumhverfi sem ríkt hefur hér innanlands undanfarin misseri, einkum mjög hátt vaxtastig, hefur og reynst fyrirtækinu þungt í skauti. Var fjárhagsstaða fyrirtækisins orðin með þeim hætti að stjórnin sá sér ekki annað fært en að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Um 120 manns starfa hjá félaginu sem stofnað var á árinu 1993.

 


Til baka