Markaðsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Fyrirtækjalisti > Nýjustu fréttir > Fréttir á ákveðnum degi > Fréttir frá tímabili
Prentvæn útgáfa
ISI
STAK
Stáltak, Skinnaiðnaður og Hlutabréfasjóður Vesturlands á athugunarlista Verðbréf   2.4.2001 16:05:36
Flokkur: Skráningar / afskráningar      Íslenska

Verðbréfaþing Íslands hf. hefur ákveðið að setja hlutabréf Stáltaks hf., Skinnaiðnaðar hf. og Hlutabréfasjóðs Vesturlands hf. á athugunarlista þar sem félögin þrjú uppfylla ekki lengur skilyrði skráningar á Verðbréfaþingi Íslands. Skv. 10. gr. reglna um skráningu verðbréfa á Verðbréfaþingi Íslands og 5. gr. reglugerðar 434/1999 skal áætlað markaðsvirði hlutabréfaflokks vera að lágmarki 80 milljónir króna en áætlað markaðsvirði hlutabréfa félaganna þriggja er nú undir því lágmarki.

Verðbréfaþing hefur sent Stáltaki hf., Skinnaiðnaði hf. og Hlutabréfasjóði Vesturlands hf. bréf þessa efnis og hafa þau frest til 20. apríl n.k. til að bregðast við erindinu.


Til baka