Frá og með 2. apríl næstkomandi munu íslensku
skuldabréfavísitölurnar bera ný nöfn sem fylgja nafnastaðli OMX.
Ný vísitöluauðkenni byrja á OMX og næsti stafur vísar til Íslands („I“ fyrir
Ísland). Tveir næstu stafir vísa til fasts meðaltíma viðkomandi vísitölu og að
lokum lýsa síðustu stafirnir hvort um verðtryggða („I“) eða óverðtryggða („NI“) vísitölu er að ræða. Meðfylgjandi er listi yfir
vísitöluheitin og nánari upplýsingar.
Birting vísitölugilda
Öll vísitölugildi eru birt í lok dags.
Yfirlit yfir vægi
flokka í vísitölum
Yfirlit yfir vægi undirliggjandi flokka er aðgengilegt á heimasíðu
OMX Nordic Exchange. Til að nálgast yfirlitið þarf að
gerast áskrifandi með því að senda beiðni á brynjar.olafsson@omxgroup.com.
Aðferðafræði
skuldabréfavísitalna OMX á Íslandi
Nálgast má ítarlega lýsingu á vísitölunum og aðferðafræði
þeirra á eftirfarandi vefslóð: http://www.icex.is/is/about_bond_index?p_dummy=&p_period=1D&menu2show=1.6.1.2.
Nánari upplýsingar
veitir:
Brynjar Örn Ólafssson +354 525 2856