Útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 07 0601 með tilboðsfyrirkomulagi fór
fram hjá Lánasýslu ríkisins kl
Útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 07 0601 með
tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Lánasýslu ríkisins kl. 11:00 í dag. Í
útboðinu var óskað eftir kauptilboðum í framangreindan flokk en heildarfjárhæð
var áætluð á bilinu 2.500 til 5.000 m.kr. að nafnverði.
Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað
við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár
(Actual/360).
Helstu niðurstöður
útboðsins eru þessar:
Alls bárust 24 gild tilboð í flokkinn RIKV 07 0601 að
fjárhæð 9.350 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 2.900 m.kr. að
nafnverði á meðalávöxtun 14,943%. Hæsta ávöxtun tekinna tilboða var 15,225% og
lægsta ávöxtun tekinna tilboða var 14,129%.