Leiðrétting: Í fyrri
tilkynningum kom fram mismunandi tími á hvenær lokafrestur á skilum á tilboðum væri.
Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að
efna til útboðs á íbúðabréfum í flokkunum HFF150914, HFF15024, HFF150434 og
HFF150644. Íbúðalánasjóður
stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð krónur 3 milljarðar. Íbúðalánasjóður
áskilur sér rétt til að hækka útboðsfjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem
er eða hafna þeim öllum. Lágmarkstilboð er að fjárhæð 200 milljónir í hvern
flokk. Hér með er óskað eftir tilboði í frumsölu á íbúðabréfum gefnum út af
Íbúðalánasjóði í samræmi við eftirfarandi lýsingu.
Útboðsfjárhæð
3.000.000.000. (Þrír milljarðar króna)
Lágmarkstilboð Lágmarkstilboð er 200 milljónir
að nafnverði í hvern flokk og öll tilboð eru bindandi.
Lánstími: Sjá
skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004
Útgáfudagur: Sjá
skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004
Endurgreiðslur: Sjá
skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004
Nafnvextir: Fastir
vextir 3,75%
Grunnvísitala: Sjá
skráningarlýsingu bréfanna dags. 28/6/2004 og 12/11/2004
Einingar: 1kr.
rafbréf í hverjum flokki fyrir sig.
Þóknun: Íbúðalánasjóður
greiðir þóknun að hámarki 0,30%.
Verð: Tilboð skal innihalda verð,
með og án þóknunar, tilboðsfjárhæð og ávöxtunarkröfu.
Fyrirkomulag: ”American” uppboðsaðferð þar sem
hver og einn tiboðsgjafi sækist eftir sínu verði og niðurstöður útboðs geta því
orðið á fleiri en einu verði.
Uppgjör sölu: Uppgjör fer fram 29. nóvember 2004.
Tilboð skulu berast til
Fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, Höfðaborg, Borgartúni 21, Reykjavík, fyrir
kl. 14:00 föstudaginn 19. nóvember. Öllum tilboðum verður svarað fyrir
kl. 10:00 mánudaginn 22. nóvember 2004.
Tilboð skal senda Íbúðalánasjóði og séu þau í
lokuðum umslögum. Einnig má senda tilboð í tölvupósti til fjarstyring@ils.is eða með myndsendi í
númer 569-6890 á tilboðsdegi ef það er staðfest fyrirfram með símtali við
starfsmenn áhættu- og fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs í síma 569-6990.
Íbúðalánasjóður - Útboð vegna
sölu Íbúðabréfa, 4. áfangi 2004.
|
|
Verð
Clean price
|
Verð með þóknun
Dirty price with commission
|
Verð án þóknunar
Dirty price without commission
|
Tilboðsfjárhæð nafnverð
Issued nominal value
|
Þóknun %
Commission %
|
|
HFF150914
|
|
|
|
|
|
|
HFF150224
|
|
|
|
|
|
|
HFF150434
|
|
|
|
|
|
|
HFF150644
|
|
|
|
|
|
|
F.h.
Tilboðsgjafa