Markađsfréttir
  Útgefendur
  Fréttaflokkar
  Leit
  Vefur Kauphallar
  English version
    
Prentvćn útgáfa
FL
Niđurstöđur Ađalfundar Flugleiđa 10. mars 2005   10.3.2005 15:48:54
Flokkur: Hluthafafundir      Íslenska  English
 Skipurit FL GROUP.doc
 Samţykktir FL GROUP.pdf

·          Besta afkoma í sögu félagsins

·          Allir starfsmenn fá hlutafé ađ verđmćti 70 ţúsund krónur

·          Nafn félagsins verđur FL GROUP hf.

·          Nýir stjórnendur og nýtt skipulag kynnt

·          Inga Jóna Ţórđardóttir og Pálmi Kristinsson ný í stjórn

 

Besta afkoma í sögunni: Hagnađur Flugleiđa var 3,4 milljarđar króna á árinu 2004 og hefur afkoman aldrei veriđ betri. Á ađalfundi félagsins í dag sagđi Hannes Smárason stjórnarformađur ţennan árangur einkum endurspegla tvo afar jákvćđa ţćtti. Annars vegar ágćtan árangur í hefđbundnum rekstri samstćđunnar ţrátt fyrir tiltölulega erfiđ skilyrđi og hins vegar aukna áherslu á fjárfestingastarfsemi fyrirtćkisins sem hafi víkkađ starfssviđ ţess og skilađ umtalsverđum árangri.

Hlutafé til starfsmanna: Í ljósi hins góđa rekstrarárangurs hefur stjórn félagsins ákveđiđ ađ fćra starfsmönnum hlutabréf í félaginu ađ markađsvirđi um 70.000 krónur fyrir hvern einstakling, eđa 5000 krónur ađ nafnverđi. Heildarverđmćti hlutabréfanna sem ţannig eru fćrđ til starfsmanna er um 170 milljónir króna.

Nafn félagsins verđur FL GROUP hf.:Á ađalfundinum var samţykkt ađ breyta nafni félagsins og heitir ţađ nú FL GROUP. Í máli Hannesar Smárasonar stjórnarformanns kom fram ađ hiđ nýja nafn er til marks um tvennt. "Í fyrsta lagi ađ félagiđ leggur nú áherslu á ađ ţađ er fjárfestingafélag. Ţótt viđfangsefni ţess liggi nú fyrst og fremst á sviđi flugrekstrar, ferđaţjónustu og flutningastarfsemi lítur félagiđ nú í meira mćli en áđur út fyrir flugrekstur. Flugleiđanafniđ er hér á Íslandi nánast órjúfanlegt frá millilandafluginu, sem nú er rekiđ undir vörumerkinu Icelandair.  Fyrir okkur hér heima hefur FL GROUP hins vegar skýra skírskotun í Flugleiđanafniđ, F fyrir flug og L fyrir leiđir og ţannig höldum viđ tengslum viđ fortíđina. Í öđru lagi ađ fyrirtćkiđ hefur markađ  sér víđari sjóndeildarhring og nýtt nafn endurspeglar sókn og vöxt á alţjóđlegum markađi. Erlendis er Flugleiđanafniđ óţjált í munni og ţörf fyrir nafn sem hćgt er ađ nota hvarvetna", sagđi Hannes Smárason í rćđu sinni á ađalfundinum. Á ađalfundinum var jafnframt kynnt nýtt merki félagsins.

Skipulagsbreytingar: Á ađalfundinum voru kynntar skipulagsbreytingar sem gerđar hafa veriđ á yfirstjórn félagsins. Stjórnarformađur FL GROUP er nú í fullu starfi međ meginábyrgđ á stefnumótun, útrás og fjárfestingum fyrirtćkisins og í lok maí tekur Ragnhildur Geirsdóttir viđ forstjórastarfi hjá FL GROUP, en Jón Karl Ólafsson hjá stćrsta dótturfélaginu, Icelandair. Í nýju skipulagi er skerpt verulega á hlutverki móđurfélags samstćđunnar sem fjárfestingafélags og einnig er lögđ meiri áhersla á ţátttöku móđurfélagsins í rekstri dótturfélaganna. Undir stjórn forstjóra FL GROUP verđa í móđurfélaginu tvö meginsviđ:

Rekstrarstýringar- og ţróunarsviđ sem leiđir stefnumótun samstćđunnar og markmiđasetningu og fylgir eftir árangri í rekstri dótturfélaga. Einar Sigurđsson verđur framkvćmdastjóri rekstrarstýringar og ţróunarsviđs.

Fjármálasviđ, sem hefur međ höndum fjármálastjórnun samstćđunnar, áhćttustýringu og lausafjárstýringu og vinnur jafnframt náiđ međ dótturfélaginu Fjárvakri, sem ţjónar öllum einingum samstćđunnar međ bókhald, launabókhald og fjármálaţjónustu. Ekki hefur veriđ ráđinn framkvćmdastjóri fjármálasviđs.

Auk ţessa heyrir beint undir forstjóra Upplýsinga- og kynningardeild sem hefur međ höndum kynningar- og samskiptamál samstćđunnar bćđi inná viđ og útáviđ. Guđjón Arngrímsson mun stýra upplýsingadeildinni. Upplýsingatćknideild, mun einnig heyra undir forstjóra. Hún stýrir og samhćfir upplýsingatćkniţróun samstćđunnar. Hjörtur Ţorgilsson mun stýra upplýsingatćknideildinni.

Samhliđa ţví ađ fjármálastjórnun og stefnumótandi hlutverk móđurfélagsins er styrkt verđa ţessir ţćttir einfaldađir í dótturfélögunum međ ţađ ađ markmiđi ađ ná fram hagrćđingu. Í nýju skipulagi verđur áhersla lögđ á ađ einfalda bođleiđir og hrađa ákvörđunartöku og ţátttaka móđurfélagsins í stjórnun dótturfélaganna mun aukast.

Ţá var tilkynnt á fundinum ađ Árni Gunnarsson, markađsstjóri Flugfélags Íslands verđur framkvćmdastjóri Flugfélags Íslands. Gunnar Már Sigurfinnsson, svćđisstjóri Icelandair í Frankfurt, verđur framkvćmdastjóri sölu- og markađssviđs Icelandair. Hlynur Elísson, fjármálastjóri Flugfélags Íslands og Bílaleigu Flugleiđa, verđur framkvćmdastjóri Rekstrarstýringarsviđs Icelandair.

Breytingar í stjórn: Tvćr breytingar urđu á stjórn félagsins á ađalfundinum. Inga Jóna Ţórđardóttir og Pálmi Kristinsson tóku sćti í stjórninni, í stađ Benedikts Sveinssonar og Ragnhildar. Stjórn FL GROUP er ţví ţannig skipuđ: Árni Oddur Ţórđarson, Gylfi Ómar Héđinsson, Hannes Smárason, Hreggviđur Jónsson, Inga Jóna Ţórđardóttir, Jón Ţorsteinn Jónsson, Pálmi Kristinsson og varamenn í stjórn eru Einar Örn Jónsson og Gunnar Ţorláksson.

 

Ađalfundur Flugleiđa hf. 10.mars 2005

 

Eftirfarandi tillögur stjórnar Flugleiđa hf. voru samţykktar á ađalfundi félagsins í dag 10.mars 2005

 

Tillaga félagsstjórnar um greiđslu arđs vegna rekstrarársins 2004:

Stjórn Flugleiđa hf. gerir ađ tillögu sinni ađ, ađalfundur haldinn  10. mars 2005, samţykki ađ greiddur verđi  60% arđur af nafnvirđi hlutafjár, sem samsvarar 1.515 milljónum króna.  Ţetta er 44% af hagnađi félagsins eftir skatta 2004. Tillagan var samţykkt samhljóđa.

 

Tillaga félagsstjórnar um endurskođendur:

Ađalfundur Flugleiđa hf. haldinn 10. mars 2005, samţykkir ađ KPMG Endurskođun hf. Borgartúni 27 Reykjavík, verđi kjörnir endurskođendur félagsins fyrir áriđ 2005. Tillagan var samţykkt samhljóđa.

 

Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á hlutabréfum í Flugleiđum hf

Ađalfundur Flugleiđa hf. haldinn 10. mars 2005, samţykkir, međ vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, ađ heimila félagsstjórn á nćstu 18 mánuđum ađ kaupa allt ađ 10% af eigin hlutum.  Má kaupverđ bréfanna verđa allt ađ 20% yfir međalsöluverđi hluta skráđu í Kauphöll Íslands á nćstliđnum tveimur vikum áđur en kaup eru gerđ.  Ekki eru sett lágmörk á heimild ţessa, hvorki hvađ varđar kaupverđ né stćrđ hlutar sem keyptur eru hverju sinni.   Međ samţykki ţessarar tillögu fellur niđur sams konar heimild, sem samţykkt var á síđasta ađalfundi. Tillagan var samţykkt samhljóđa.

 

Tillaga um stjórnarlaun vegna liđins rekstrarárs.

Ađalfundur Flugleiđa hf. haldinn 10. mars 2005 samţykkir ađ stjórnarlaun vegna ársins  2004 miđađ viđ 12 mánađa setu verđi  sem  hér  segir:  Stjórnarmenn og varastjórnarmenn   kr. 150.000  hver á mánuđi, formađur  kr. 300.000 á mánuđi, varaformađur kr 225.000 á mánuđi. Tillagan var samţykkt samhljóđa.

 

Tillaga um stjórnarlaun vegna nćsta rekstrarárs

Ađalfundur Flugleiđa hf. haldinn 10. mars 2005 samţykkir ađ stjórnarlaun vegna ársins  2005 miđađ viđ 12 mánađa setu verđi  sem  hér  segir:   Allir stjórnarmenn og varastjórnarmenn fái kr. 200.000 á mánuđi. Tillagan var samţykkt samhljóđa.

 

Breytingar á samţykktum félagsins

Samţykktar voru međ öllum greiddum atkvćđum breytingar á eftirfarandi greinum samţykktanna.

1.gr.

Nafn

Nafn félagsins er FL GROUP hf.

3.gr.

Tilgangur

Tilgangur FL GROUP hf. er ađ ávaxta fé sem hluthafar hafa bundiđ í starfseminni međ rekstri í félaginu og fjárfestingum í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem einkum starfa á vettvangi flugrekstrar, ferđaţjónustu og flutningastarfsemi.

 

Eftirfarandi gáfu kost á sér til setu í stjórn FL GROUP og voru sjálfkjörin:

Árni Oddur Ţórđarson

Gylfi Ómar Héđinsson

Hannes Smárason

Hreggviđur Jónsson

Inga Jóna Ţórđardóttir

Jón Ţorsteinn Jónsson

Pálmi Kristinsson

 

Tveir varamenn í stjórn:

Einar Örn Jónsson

Gunnar Ţorláksson

 

Nýkjörin stjórn FL GROUP hélt sinn fyrsta fund eftir ađalfund félagsins og skipti međ sér verkum. Hannes Smárason var kjörinn formađur og Hreggviđur Jónsson varaformađur.

 

 

Međfylgjandi eru upplýsingar um nýja stjórnendur sem fćrast til í störfum, myndir af ţeim og mynd af nýju merki félagsins og skipuriti.

 

Árni Gunnarsson ráđinn framkvćmdastjóri Flugfélags Íslands.

Árni Gunnarsson hefur veriđ ráđinn framkvćmdastjóri Flugfélags Íslands í stađ Jóns Karls Ólafssonar sem nýlega var ráđin forstjóri Icelandair. Árni hefur undanfarin ár veriđ sölu-og markađsstjóri Flugfélags Íslands. Hann var áđur framkvćmdastjóri Ferđaskrifstofu Íslands, framkvćmdastjóri Íslandsferđa og forstöđumađur Icelandair Holidays. Hann einnig sem forstöđumađur áhćttustýringar hjá ţýska ferđaheildsalanum FTI í München á árunum 1993-1997. Árni, sem er 35 ára, lauk meistaraprófi í rekstrarhagfrćđi frá Háskólanum í Augsburg, Ţýskalandi áriđ 1994. Eiginkona hans er Sigríđur Bjarnadóttir, iđjuţjálfi og eiga ţau tvo syni, Ingvar og Gunnar.

 

Gunnar Már Sigurfinnson ráđinn framkvćmdastjóri sölu- og markađssviđs Icelandair

Gunnar Már Sigurfinnson hefur veriđ ráđinn framkvćmdastjóri sölu- og markađssviđs Icelandair. Gunnar Már Sigurfinnsson er 40 ára viđskiptafrćđingur frá Háskóla Íslands. Hann hóf störf hjá Flugleiđum Innanlands í Vestmannaeyjum áriđ 1986 og vann ţar samhliđa námi og störfum á endurskođunarskrifstofu Sigurđar Stefánssonar hf. í Vestmannaeyjum.  Áriđ 1994 var Gunnar Már ráđinn sölu- og markađsstjóri Flugleiđa Innanlands.  Í maí 1997 var hann ráđinn sem sölustjóri Icelandair í Ţýskalandi međ ađsetur í Frankfurt. Gunnar Már tók viđ starfi forstöđumanns áćtlanagerđa Sölu- og markađssviđs hjá Icelandair áriđ 2000 og síđan starfi svćđisstjóra Icelandair í Ţýskalandi, Hollandi og miđ Evrópu sem hann hefur gengt ţangađ til nú. Gunnar Már er kvćntur Lindu Hćngsdóttur og eiga ţau tvö börn, Andra Stein og Silju.

 

Hlynur Elísson ráđinn framkvćmdastjóri rekstrarstýringarsviđs Icelandair

Hlynur hóf störf hjá Flugleiđum Innanlands áriđ 1995 sem fjármálastjóri, en hefur starfađ sem forstöđumađur fjármálasviđs frá stofnun Flugfélags Íslands hf. 1997. Hlynur er fćddur í Reykjavík 1965.  Hann útskrifađist međ B.S. próf í viđskiptafrćđum frá Rockford College, Illinois, áriđ 1991.  Hlynur er kvćntur Addý Ólafsdóttur og eiga ţau einn son.

 

Einar Sigurđsson verđur framkvćmdastjóri rekstrarstýringa- og ţróunarsviđs FL GROUP sem leiđir stefnumótun samstćđunnar og markmiđasetningu og fylgir eftir árangri í rekstri dótturfélaga. Hann var áđur framkvćmdastjóri hjá Flugleiđum.

 

Guđjón Arngrímsson mun stýra upplýsinga- og kynningardeild FL GROUP sem hefur međ höndum kynningar- og samskiptamál samstćđunnar bćđi inn á viđ og út á viđ. Hann var áđur upplýsingafulltrúi Icelandair.

 

Hjörtur Ţorgilsson verđur upplýsingatćknistjóri FL GROUP en upplýsingatćknideildin stýrir og samhćfir upplýsingatćkniţróun samstćđunnar. Hann var áđur upplýsingatćknistjóri Icelandair.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Guđjón Arngrímsson í síma 8645849

 


Til baka