Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
GLB
Glitnir banki eignast 68,1% í FIM Group   16.3.2007 15:25:07
News categories: Corporate news      Íslenska  English
16

16. mars 2007 – Samkvæmt samningi sem gerður var milli Glitnis banka hf. og 11 stærstu hluthafa FIM Group Corporation þann 5. febrúar 2007, eignaðist Glitnir í dag 68,1% hlut í FIM Group Corporation í Finnlandi skv. þeim skilmálum sem tilkynntir voru þann dag. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM fyrri part aprílmánaðar.

 

Við erum afar ánægð með að þessum hluta kaupanna sé lokið og höldum nú áfram með framgang viðskiptanna eins og upp var lagt. Við gerum ráð fyrir að leggja fram yfirtökutilboð fyrir páska þegar gerð tilboðsgagna er lokið og samþykki viðeigandi yfirvalda liggur fyrir, sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.

 

FIM hélt aðalfund sinn í Helsinki fimmtudaginn 15. mars s.l. Á fundinum var ný stjórn félagsins kosin, hana skipa Bjarni Ármannsson, Frank Ove Reite, Sverrir Örn Þorvaldsson, Niklas Geust and Vesa Honkanen.

                                                        

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband:
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, í síma 844 4989, eða netfang:
vala.palsdottir@glitnir.is

Frekari upplýsingar finna á www.glitnir.is og www.fim.com.


Fréttatilkynning frá
5. febrúar s.l., “Glitnir kaupir meirihluta í FIM Group”má finna hér: http://www.glitnir.is/UmGlitni/Frettir/Default.aspx?ItemId=968 .

 

 


Back