Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
KAUP
Framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi banka   16.3.2007 08:59:52
News categories: Corporate news      Íslenska  English
Bjarki Diego hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útlána Kaupþings banka samstæðunnar (e. Chief Credit Officer), en þetta er ný staða innan bankans. Bjarki útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993 og hóf störf hjá Kaupþingi árið 2000. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Kaupþings á Íslandi frá árinu 2003. Fyrir það gegndi Bjarki stöðu framkvæmdastjóra Fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi.


Back