Baugur Group á 71% hlut í Högum. Eignarhlutur
Baugs Group í FL Group er vistaður bæði í BG Capital og Baugi Group. Í heild
eiga félögin 1.553.281.023 hluti í FL Group eða 19,55% eignarhlut.
Fjárhagslega tengdir aðilar sem eiga hluti í FL Group eru Skarphéðinn Berg
Steinarsson, Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., Eignarhaldsfélagið ISP ehf.,
Hreinn Loftsson, Hagar hf. og Fasteignafélagið Stoðir hf. Skarphéðinn Berg Steinarsson
framkvæmdastjóri hjá Baugi Group er stjórnarformaður FL Group. Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og stjórnarmaður í Högum er stjórnarmaður
í FL Group.
|