Baugur Group á 48,3% í Fasteignafélaginu Stoðum
hf. Eignarhlutur Baugs Group í FL Group er vistaður í BG Capital og Baugi
Group. Í heild eiga félögin
1.553.281.023 hluti í FL Group eða 19,55% eignarhlut. Fjárhagslega tengdir
aðilar sem eiga hluti í FL Group eru Skarphéðinn Berg Steinarsson,
Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., Eignarhaldsfélagið ISP ehf., Hreinn
Loftsson, Hagar hf. og Fasteignafélagið Stoðir hf. Skarphéðinn Berg Steinarsson
framkvæmdastjóri hjá Baugi Group og stjórnarmaður í Fasteignafélaginu Stoðum
er stjórnarformaður FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group
er stjórnarmaður í FL Group
|