FL Group
hf. (FL) hefur gefið út nýja kauprétti að nafnverði kr. 53.000.000 til
lykilstjórnenda. Rétthöfum er heimilt að nýta kaupréttinn að þremur árum
liðnum. Kaupréttargengi skv. samningunum
er í öllum tilvikum markaðsgengi á þeim degi sem samningarnir voru gerðir.
Eftir útgáfu framangreindra kauprétta
er heildarnafnverð útgefinna kauprétta til starfsmanna FL Group
hf. kr. 303.960.433 að nafnverði og er vegið meðalgengi útgefinna kauprétta kr.
19,7 á hlut.
Sveinbjörn Indriðason, fjármálastjóri
FL Group hf., hefur í dag nýtt kauprétt að 9.833.333
hlutum í FL Group hf. á genginu 12,56 á hlut í
samræmi við kaupréttarsamninga sem FL Group hf. gerði
við lykilstjórnendur árið 2005. Sveinbjörn hefur selt FL Group
hf. hlutina aftur á genginu 33.
Sveinbjörn á 15.500 hluti í FL Group eftir viðskiptin og kauprétt að 29.500.000 hlutum. Aðilar
fjárhagslega tengdir Sveinbirni Indriðasyni eiga ekki hluti í FL Group hf.
Í tengslum við nýtingu starfsmanna á
kaupréttum í dag hefur FL Group hf. selt eigin bréf
samtals að nafnverði kr. 28.666.666 á genginu 12,56 og keypt sömu bréf aftur á
genginu 33. Fjöldi eigin bréfa í eigu FL Group hf. er
því óbreyttur eftir viðskiptin eða 181.857.421 hlutir, sem nema 2,29% af
heildarhlutafé félagsins.